Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 27

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 27
HAPPDRÆTTIÐ 21 verzlunina í þorpinu, en fólk kenndi í brjósti um hann, því að hann var barn- laus og kona hans svarkur. Um leið og Summers kom á torgið með svarta happ- drættiskassann í handarkrika sínum, fór hljóðskraf um mannfjöldann, en hann veifaði til fólksins og kallaði: „Dálítið seint á ferðinni í dag, sveitungar“. Á hæla honurn gekk Graves, póstmeistarinn; hann hélt á þrífæti, sem hann reisti á miðju torginu, en Summers lagði frá sér svarta kassann á þrífótinn. Fólkið stóð álengdar, svo að það var rjóður um stólinn, og þegar Summers spurði, hvort einhver vildi ekki grípa til hendi með sér, varð nokkur bið, áður en Martin og Baxter, sem var elzti sonur hans, gáfu sig fram til að halda við þrífótinn, meðan Suinmers hrærði í mið- unum. Hin fornu happdrættisáhöld þorpsbúa vóru löngu glötuð, en kassi sá, sem stóð á þrífætinum, hafði samt verið smíðaður fyrir minni elzta manns í þorpinu, Warners karls. Oft hafði Summers farið þess á leit við menn að láta smíða nýjan kassa, en enginn vildi verða til að spilla þeirri arfhelgi, sem fylgdi kassanum, það lítil hún var. Sagt var að felldar hefðu verið í þennan kassa fjalir úr næsta kassa á undan, en þann kassa hefðu landnáms- menn smíðað, þegar þeir reistu sér þorp hér. Á hverju ári, þegar happdrætti lauk, fór Summers að tala um að láta smíða nýjan kassa, en fólk lét sér alltaf jafn-hægt um málið, svo að þetta tal féll jafnan niður. Svarti kassinn varð hraklegri með hverju ári sem leið. Hann var ekki ein- litur framar; öðru megin hafði dottið upp úr honum flís, svo að þar sá í nakinn við- inn, og auk þess var hann blettóttur og snjáður. Martin og Baxter sonur hans studdu við kassann á þrífætinum, þangað til Summers var búinn að hræra rækilega í miðunum. Sökum þess að arfsiðirnir vóru mjög gleymdir eða afbakaðir, hvort eð var, hafði Summers tekizt að koma á miða- notkun í stað hefilspóna, sem menn höfðu bjargast við að fornu fari. Hefilspænir vóru ágætir, hafði Summers sagt, meðan þorp- ið var bara fáein hús, en nú væru íbúarnir orðnir rösklega 300 manns og færi fjölgandi, og það væri óhjákvæmilegt að fá sér eitt- hvað annað, sem kæmist betur fyrir í kass- anum. Kvöldið fyrir happdrættisdaginn skáru þeir Summers og Graves miða og létu í kassann, fóru síðan með hann í kolabúð Summers og létu hann þar inn í peninga- skápinn til geymslu, þangað til Summers færi með hann á torgið daginn eftir. Strax og happdrætti lauk, var kassanum komið einhvers staðar fyrir til næsta árs; eitt árið lá hann í hlöðu hjá Graves og öðru sinni í pósthúskjallaranum. Stundum var honum skotið upp á hillu í Martinsbúð og látinn dúsa þar. Margs þurfti að gæta, áður en Summers mætti setja happdrættið. Gera þurfti skrár um fjölskyldufeður og húsbændur í hverri fjölskyldu, ef fleiri vóru, ennfremur heimilisfólk á hverjum stað. Póstmeistari tók embættiseið af Summers; sumir mundu þá tíð, er happdrættisstjóri hafði flutt for- mála á undan athöfninni, það hafði verið eins konar söngl, laglaust og marklaust; nokkrir töldu sig muna, hvar happdrættis- stjóri átti að standa, meðan hann flutti sönglið; sumir sögðu aftur á móti, að hann hefði átt að ganga um meðal fólksins, en þessi þáttur helgisiðanna var löngu af- ræktur. Ennfremur hafði happdrættis- stjóra verið skylt að kasta formlegri kveðju á hvern mann, um leið og sá gekk fram til að draga spón úr kassanum, en þessi siður hafði aflagazt þegar fram liðu stundir, og nú var talið nægilegt, ef happ- drættisstjóri sagði eitthvað við hvern mann, sem kom að draga. Summers hafði gott lag á öllu þessu: liann var í hvítri skyrtu og bláum strigabuxum og lét aðra höndina hvíla á kassanum, eins og af van- gá og hélt uppi órofa samræðum við Grav- es og Martinsfólkið. Hann kom mjög vel fyrir og valdsmannslega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.