Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 53

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 53
LISTIR 47 stöðugt að útskýra hvort fyrir öðru, og benda hvort öðru ó. Eg vona þeirra vegna, að þau hafi haft jafnmikla ónægju af pískrinu, eins og þeir sem næst þeim sótu höfðu leiðindi af. Eftir hlé höfðu þau lagt sér til sælgæti í cellophanpoka, sér til munngáts, en ná- grönnunum til aukins angurs. Er alveg úti- lokað, að Þjóðleikhúsið geri sjálft eitthvað til að vernda leikhúsgesti fyrir svona fólki, eða þarf að samþykkja um það sérstök lög á Al- þingi, að ekki megi selja í Þjóðleikhúsinu, sælgæti í cellophanumbúðum? Þorsteinn Hannesson Eftirfarandi kafli er úr hinni frægu sjálfs- ævisögu Arthur Koestlers, The Invisible Writing. En í þeirri bók lýsir hann af mik- illi skarpskyggni reynslu sinni af starfs- háttum kommúnistaflokka Evrópu. „Fraktionspolitik“. Þessi stjómmálatækni er mjög torskilin fólki, sem alizt hefur upp við lýð- ræðishætti í stjómmálum og vanizt því að sjá stjómmálabaráttu háða með þingdeilum, skír- skotun til kjósenda, átökum og bandalögum flokka, sem eigi sér nokkum veginn ákveðnar stefnuskrár. En allt frá tímum hins fyrsta kommúnistaávarps, 1848, hafa átökin um menn og málefni í herbúðum kommúnista lotið allt öðrum leikreglum, og Karl Marx átti sjálfur frumkvæði að þeim. í hinum gömlu fámennu samsærisklíkum og síðar í byltingarhreyfingunni, sem þær hrundu af stað, giltu hvergi venjulegar stjómmálaleikreglur. í stað þeirra kom, í stuttu máli sagt, agi byltingarþjónustu og undirgefni við hálfgildings herstjórn. Fulltrúar á flokks- fundi og flokksþingum fóru ekki með hagsmuna- mál umbjóðenda sinna eða nokkurs tiltekins hóps kjósenda. Þeir höfðu engin eiginleg umboð og þess vegna vóru þetta ósamstæðir og sundurleit- ir menn, sem skiptust í klíkur eða „fraktionir" eins og þær hétu á flokksmáli. Af þeim sökum gátu þessi flokksþing, sem komu sjaldan saman og oft með mestu erfiðismunum, aldrei orðið þing- ræðislegar fulltrúasamkomur byltingarhreyfing- arinnar. Klíkurnar vóru ekki stjómmálaflokkar, heldur bráðabirgðabandalög einstaklinga, sem tóku saman höndum um bardagaaðferðir, en oft- ar um valdastreitu. Flokkssaga kommúnista- flokkanna, og þarmeð rússneska flokksins, er saga klíkubaráttu. Og með því að lýðræðislegar leikreglur vóru ekki tiltækar, var hún háð með leynibrögðum, vélum, persónulegum tryggðrofum og öðrum leikbrögðum fraktionspólitíkurinnar. Rússneska flokksstjómin hafði úrskurðarvald í öllum málum og Stalin einn, þegar fram liðu stundir. Valdi sínu beitti hann á þann hátt að hrekja menn úr stöðum öðru hverju, reka þá úr flokknum, eyða einni klíku og taka aðra í henn- ar stað. Þannig var skilningur atvinnumanns í komm- únistaflokki á „stjórnmálum“ gjörólíkur hug- myndum Vesturlandamanns. Siðreglur, hugsjón- ir, mælskugáfur og kappræðusnilld á þingum, raunskyn og söguþekking, frumleiki, framtaks- semi og vammleysi vóm ekki kostir heldur ó- kostir í fari Cominternmannsins. Til að fást við stjórnmál þurfti hann að temja sér lagni og tækni, sem var að kalla mætti ranghverfa allra þeirra eiginleika, sem hér vóm taldir. Engum nema Vesturlandabúa, sem er ókunnugur and- rúmslofti og lífsskilyrðum kommúnismans, er það veruleg ráðgáta, hvemig Stalin hófst til einræð- isvalds og tókst að sigrast á sér snjallari mönn- um allt frá dögum Trotskys til Bucharins. Allt sem hann skorti að mikilhæfni í vestrænum skilningi — hinar þrautleiðinlegu ræður hans og rit, skortur hans á siðreglum, hugsjónum, frum- leika, sviksemi hans við félaga sína, stórkostleg- ar sögufalsanir hans og hvernig hann daufheyrð- ist við þjáningum fólksins — fyrir allt þetta hefði hann orðið fáránlegur utangarðsmaður á þingsamkomum lýðræðisins, en af sömu ástæð- um varð hann aftur á móti yfirburða klíku- stjórnarmaður, fraktionspolitiker. í fullu sam- ræmi við lögmál Comintemheimsins var hann á uppgangsárum sínum Ósýnilegi maðurinn, en um leið og hann var orðinn fastur í sessi varð hann Guðinn, sem er allstaðar nálægur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.