Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 37

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 37
RITHÖFUNDAÞÆTTIR 31 málgáfu, kunnáttu, fyndni og dirfsku, væri frá öndverðu fá takmörk sett. Og hvað sækja skáld einkum til annarra skálda? Tækni, vitaskuld, hina skáldlegu sérþekkingu. Auden er, eins og flestir jafnaldrar hans, lærisveinn T. S. Eliots, en hann varð eftir- maður hans í forustuhlutverki ensk-amer- ískra ljóðskálda, af því að hann átti sjálf- stæði og hæfileika til að fara aðrar brautir en lærimeistarinn. Þannig eru lögmál heil- brigðrar þróunar í allri bókmenntahefð. Aud- en veldur ekki byltingu í enskri ljóðagerð, eins og Eliot, en það er honum að þakka, öðrum fremur, að sú ljóðhefð, sem Eliot lagði grunn að, staðnaði ekki með honum. Þeim er sameiginlegt að skynja samtíð sína af miklu næmi -— og gagnrýni, sem nálgast stundum afneitun. Að vísu afneitar enginn samtíð sinni, sem yrkir um hana og skil- greinir hana jafn-áþreifanlega og þessi skáld. Og báðum er ljóst, að skáldskapur er ekki afdrep fyrir heimsflóttamenn. Eliot og Auden skilja báðir samtíð sína harmsögulegum skilningi. En í kvæðum sín- um dregur Eliot færri og alhæfari líkingar af lífinu kringum sig, og þó að málfar hans sé samtalslegt, er það aldrei gróft, aldrei full- komlega hversdagsmál líðandi stundar. Það er fínna manna mál. Aftur á móti er Auden alæta; honum verður allt að skáldskap. Hann leitar ekki að táknrænum samnefnara eins og Eliot, heldur talar hann í andstæð- um. Þess vegna er tónninn í kvæðum hans oftar háðskur en tragískur. Það væri ofmælt að kalla Auden lífsnautnarskáld. Til þess er hann of mikill siðavandari og kvæðin of vitsmunaleg. En hjá honum gætir aldrei til- hneigingar til að draga sig í hlé eins og hjá Eliot. Það fer varla hjá því, að skilningur Eliots er dýpri og tilfinning hans sterkari. En yfir- borð lífsins, fjölbreyttni þess, hversdagsleg viðbrögð manna og ásýnd hlutanna koma miklu skýrar í ljós hjá Auden. Hann hefir allra fflanna bezt skynjað æðislega grimmd nú- timamannsins, siðferðilegt hirðuleysi hans, víl og vol sem núiíðareinkenni. Og hann hefir séð líf okkar í umgjörð glersins og tins- ins og vélanna óhugnanlega skörpum aug- um. Stundum verða þessar myndir óeðlilega skýrar og fáránlegar fyrir bragðið, eins og hversdagslegustu hlutir geta orðið, ef maður sér þá snögglega of nærri — of skýrt — og áttar sig ekki í svipinn á, hverjir þeir eru eða til hvers þeir eru. Þetta er stílbragð Audens og getur orðið þreytandi stundum, af því að það nálgast hrekk. Alltaf er nauðsynlegt að hafa í huga að Auden er mikið háðskáld, tækni hans háð- tækni jafnvel þegar hann yrkir sem alvar- legast, kvæði hans sjaldan „einlæg" að merkingu, myndir hans eftir því, hvernig á þær er litið, dapurlegar eða hlægilegar, há- leitar eða hversdagslegar. Það er einmitt þessi blendni, sem gefur mörgum kvæðun- um sívakandi líf. En þau eru „erfið" þeim, sem vilja vera vissir í sinni sök, hvað sem öllum möguleikum líður. Auden hefir vitan- lega verið fundið það til foráttu, að kvæði hans væru einkum vitsmunaleg íþrótt, marg- slunginn gáfumannsleikur, þrátt fyrir „efnis- þráð" og skýrar siðfræðilegar niðurstöð- ur. Ekki bætir það úr skák, að Auden er lært skáld (eins og Eliot), kvæði hans mörg full með dularfullar tilvitnanir og skírskotanir (einkum á síðari árum) í tmfræði og kristna heimspeki. Allt um það hefir hann líka ort ljóðræn og einföld kvæði á borð við fegurstu söngva Elísabetartfmans. Þorri manna kýs í raun og veru helzt, að kvæði séu einföld, einlæg og Ijóðræn. Við íslendingar höfum t. a. m. aldrei viðurkennt, að kvæði væru erfið (nema dróttkvæðin); erf- ið kvæði köllum við vitlaus. Og flesta langar undir niðri til að kvæði séu sönghæf, jafnvel þótt þeim dytti aldrei í hug að bera þau við lag (sbr. óvinsældir atómljóða, hvað sem er nú atómljóð). Vinsældir Audens stafa eflaust að nokkru leyti af því, að flest kvæði hans hafa einhver einkenni, sem minna á söng- hæfni: sterka , jafna, endurtekna hrynjandi og reglubundna háttu, sem hann hefir sótt aftur í aldir, þegar Ijóð voru ætluð til söngs. Hann hefir, eins og frægt er, endurreist engil-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.