Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 46
40
HELGAFELL
æðri. Honum er það fyllilega ljóst, hverjum
takmörkum íslenzkar fornleifar eru háðar
sem heimildir og að þær einar myndu gefa
næsta einhæfa menningarmynd, en bregða
samt skærara Ijósi yfir ýmislegt í okkar
fornu menningu en fombókmenntirnar geta
gert. Kristján hefði jafnvel mátt kveða enn
sterkar að orði en hann gerir um gildi forn-
minjanna sem mælikvarða á áreiðanleik
hinna skráðu heimilda. Frásagnir þær úr
heiðnum sið, er við eigum, eru þó ekki
skráðar fyrr en mörgum mannsöldrum eftir
að sá siður var aflagður. Sú staðreynd, að
fornminjarnar staðfesta um margt þá mynd
af þessu tímabili, sem við höfðum gert
okkur úr fornbókmenntunum, gefur þessum
minjum eigi minna gildi en þótt þær hefðu
afsannað flest af því, er við áður höfðum
fyrir satt. Því er og stundum haldið fram,
og með nokkrum rétti, að fomminjarnar séu
okkur ekki jafn þýðingarmiklar og þeim
þjóðum, sem minna eiga skráð um sína
fornu sögu, en með engu minni rétti má
halda því fram, að fornbókmenntirnar auki
gildi okkar fornminja. Minna virði væri okk-
ur kista Páls biskups og líkamsleifar, ef ekk-
ert hefði verið skráð um Oddaverja.
Nafn doktorsritgerðar Kristjáns segir til
um aðalefni hennar, þegar það er vitað,
að kuml notar hann sem samheiti um leg-
stað heiðins manns, hvort sem honum hefur
verið haugur orpinn eður ei. Sjálft kumla-
talið, þ.e. lýsing þeirra 246 kumla, sem
fundizt hafa hérlendis á 123 fundarstöðum,
er ásamt yfirlitskaflanum um umbúnað
kumla uppistaða bókarinnar og nær helm-
ingur hennar að lesmáli. Eðlilega er sjálft
kumlatalið enginn skemmtilestur. Miklum
mun skemmtilegri aflestrar mun flestum
finnast sá hluti bókarinnar, er fjallar um
haugfé, þ.e. alla þá gripi, er fundizt hafa
í kumlum, og vera má, að ýmsum þyki al-
skemmtilegastir þeir kaflar bókarinnar, sem
hvorki fjalla um kuml né haugfé og eru því
með nokkrum hætti utan við efnið, en eiga
þó heima í þessari bók. Þar er m.a. fjallað
um jafn forvitnilega og hugarflugseggjandi
hluti og rómversku peningana þrjá, frá
þriðju öld eftir Krists burð, er fundizt hafa á
Austfjörðum, og fjalastúfana útskomu frá
Flatatungu, frá 11. öld, einu hreinræktuðu
leifar Hringaríkisstíls í tréskurði, sem varð-
veitzt hafa í veröldinni til vorra daga. Þegar
ég las fyrst um þessar fjalir í hinni ágætu
ritgerð Kristjáns í Acta Archaeologica 1953,
fannst mér að tvær væru þær syndir, sem
einna erfiðast væri að fyrirgefa fslendingum
19. aldar, önnur sú verknaðarsynd að
granda síðasta geirfuglinum, hin sú van-
rækslusynd að bjarga eigi fleiri Flata-
tungufjölum frá tortímingu meðan auðið var.
Bók Kristjáns fjallar sem sé um sitthvað
fleira en kuml og haugfé; og táknrænt er, að
mynd sú, er prýðir kápu hennar, er af hlut,
sem ekki telst til haugfjár, Þórslíkaninu
fræga frá Eyrarlandi í Eyjafirði. En fáir les-
endur hygg ég að harmi það, að höfundur
hélt sér ekki betur við efnið, og sumir munu
jafnvel óska þess, að hann hefði komið
víðar við, m.a. vikið að fomum bæjarrústum,
en einhvers staðar varð að setja efninu tak-
mörk.
Kristján getur þess í upphafi bókar sinn-
ar, að henni sé ætlað að þjóna tvennu
markmiði, að vera strangfræðilegt heimild-
arrit fomfræðinga, útlendra eigi síður en
íslenzkra, um íslenzkar víkingaaldarminjar,
og samtímis að vera fróðleikslestur almenn-
um íslenzkum lesendum án sérþekkingar í
fornleifafræði. Líklega er ómögulegt að sam-
ræma þessi markmið svo að fullvel sé, og
gegnir þó furðu, hve langt höfundurinn hef-
ur komizt í því efni. Nýtur hann þar þess
m. a., að hann er einn hinn ágætasti essayisti,
er við eigum, og getur skrifað læsilega og
skemmtilega án þess að slá af um ná-
kvæmni og vísindabrag. Hann afsannar þá
kenningu, að doktorsritgerðir séu, eða jafn-
vel eigi að vera, strembnar aflestrar.
Það er ekki á mínu færi að gagnrýna
vísindarlegar niðurstöður höfundar, enda
virðist mér hann yfirleitt svo grandvar og
gætinn í öllum ályktunum, að hann muni
gefa fáa höggstaði á sér. Fremur treysti ég