Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 51
LISTIR
45
um vetri. Er orðið langt síðan tónleikar hafa
verið betur sóttir í Reykjavík, enda var óper-
an flutt sjö sinnum fyrir húsfylli áheyrenda
og við forkunnargóðar viðtökur.
Enski hljómsveitarstjórinn Warwick Braith-
waite hafði veg og vanda af þessum tónleik
um, en Ragnar Bjömsson söngstjóri hafði
aðstoðað við undirbúning þeirra. Það duld-
ist ekki, að stjórnandinn er þrautreyndur og
veraldarvanur á sínu sviði, hófsamur og ná-
kvæmur, en þó þeim anda gæddur, sem örf-
aði alla þgtttakendur til fyllstu átaka. Þur-
íður Pálsdóttir vann hér mikinn listsigur.
Guðmunda Elíasdóttir kom nú fram í fyrsta
skipti eftir nokkurra ára dvöl erlendis og
leysti af hendi erfitt hlutverk með mikilli
prýði. Magnús Jónsson hefir ekki í annan
tíma sannað vetur glæsileik raddar sinnar
og ágæta hæfileika. Guðmundur Jónsson og
Kristinn Hallsson sungu með öryggi og skör-
ungsskap, sem vel hefði sómt sér á hvaða
óperusviði sem er. Kórinn, skipaður söng-
mönnum úr karlakórnum Fóstbræðrum, var
ágætlega samstilltur og söngurinn mjög
áferðarfagur. Hljómsveitin skilaði sínu veiga-
mikla hlutverki óaðfinnanlega, og heildar-
áhrif tónleikanna voru eftirminnileg.
Það er dýrt og áhættusamt fyrirtæki að
setja óperu á svið með öllum útbúnaði, sem
þar til heyrir, ekki sízt í fámenninu. Enda
hefir raunin orðið sú, síðan Þjóðleikhúsið
tók til starfa og skilyrði sköpuðust til óperu-
flutnings yfirleitt, að ein ópera á ári að með-
altali hefir þótt allmikið stórræði. Erlendis
er mjög algengt, að óperur séu fluttar eins
og„ II Trovatore'' var að þessu sinni, án leik-
tjalda og búninga, og þykir það góð tilbreyt-
ing, þar sem óperulíf stendur með meiri
blóma en hér er. En sérstök ástæða er til að
fagna slíkri tilraun nú, þar sem svo fátt er
á boðstólum af slíku tagi, og er þess að
vænta að Sinfóníuhljómsveitin láti ekki hér
staðar numið. Óperuflutningi, sem jafn vel
er til vandað og var að þessu sinni, mun
verða vel tekið, þótt á skorti um ytri búnað
og íburð.
R. J.
| ■j.ij.i LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR átti
sextugsafmæli snemma á árinu,
og hafði í því tilefni sýningar á leikritinu Þrjár
systur eftir Tsékov. Eg sá Þrjár systur tvisvar
sinnum, og þegar eg heyrði auglýst að sýna
ætti þær í síðasta sinn, fann eg að mig lang-
aði til að sjá þær einu sinni enn. Nú var
það svo, að þótt þessi sýning á Systrunum
væri að ýmsu leyti góð, bar hún ekki svo
af, að það væri næg ástæða til að leggja leið
sína í Iðnó aftur og aftur. Eg varð því að
finna aðra ástæðu fyrir þessari löngun
minni, og það þurfti heldur ekki lengi að
leita; leikritið sjálft ber sem sé svo mjög af
því sem hér er venjulega að sjá, að fyrir
leikhúsgestinn er það álíka, og svaladrykk-
ur fyrir eyðimerkurfara.
Það má sjálfsagt deila um það til eilífðar-
nóns, hvað hafa beri í huga, þegar ákveðið
er, hvort leikrit skuli tekið til sýningar eða
ekki. I því sambandi langar mig að þessu
sinni til að minnast á eitt atriði aðeins. Þess
sést oft getið í þeim fréttatilkynningum, sem
leikhúsin gefa út í sambandi við leikrit, sem
þau ætla að fara að sýna, að leikrit þessi
hafi verið sýnd mörg hundruð sinnum í
London, New York eða höfuðborgum Norð-
urlanda, eða í þessum borgum öllum. Vissu-
lega gefur þetta nokkrar upplýsingar um
leikritin, en ég fullyrði, að þær upplýsingar
eru harla lítils virði þegar ákveða á hvort
leikritið skuli tekið til sýningar hér eða ekki.
Leikhús stórborganna eru flest rekin sem
gróðafyrirtæki, og því leggja þau mesta
áherzlu á að ná í þau leikrit sem brezkir
nefna „potboilers”, þ.e. þau sem eru líkleg til
að gefa álitlegan hagnað. En slíkt sjónarmið
má ekki ráða nema að mjög litlu leyti hjá
leikhúsunum hér. Vitanlega þurfa þau líka
sína „potboilers", enginn hefur neitt á móti
því, og enginn vill að þau séu algerlega
rekin með styrk af almannafé. En þegar tekin
eru til meðferðar leikrit, sem ekki er hægt
að búast við, að mikil aðsókn verði að, þá
þurfa þau að athuga sinn gang. Þá verður
að gera kröfu til þess, að þau velji sér leik-
rit eins og Þrjár systur.