Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Page 12

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Page 12
6 HELGAFELL varpsins er ekki fyrst og fremst hvim- leitt, vegna þess að þetta er léttmeti, heldur vegna hins, að samning margra þessara laga og flutningur er með þeim ósköpum, að stórhættu- legt verður að teljast fyrir tónlistar- uppeldi og smekk þjóðarinnar. Út- varpið kemst ekki hjá því að blanda saman léttu og þungu efni, en til hvort tveggja verður að vanda, svo sem kostur er. Jafnvel hin ómerki- legasta grein skemmtilistar öðlast nokkurt gildi, ef vel er á haldið. Hins vegar er ekkert jafn eyðileggjandi fyrir smekk og reyndar alla menn- ingu eins og kunnáttuleysi, trassa- skapur og fúsk, í hverju sem er. Það var ekki ætlunin að ræða hér ýtarlega um starfsemi útvarpsins, enda yrði það langt mál, en eitt dæmi skal þó tekið ennþá. Að und- anförnu hefur farið að bera mjög á'. því í útvarpinu, að dagskráratriði væru notuð til þess að auglýsa ýmiss konar varning, sem á boðstólum er. Þar er skemmst að minnast þáttar útvarpsstjóra, Á bókamarkaðinum, þar sem útgefendum var gefinn kost- ur á að koma fram og bera, ef þeim svo sýndist, órökstutt hól á bækur sínar, forlög og sjálfa sig, og var sumt af því miður smekklegt Enn meira hefur borið á þessu í sam- bandi við suma hinna mörgu þátta, sem fluttir eru að staðaldri. Þar er orðið mjög í tízku að veita alls konar verðlaun fyrir lausn þrauta og eitt og annað. Verðlaun þessi eru und- antekningarlaust gjafir frá einhverj- um fyrirtækjum, sem þannig fá ódýra auglýsingu fyrir vöru sína, enda hlaða forstöðumenn þáttanna oft óspart lofi á þau fyrir rausnina og lýsa gjöfunum fagurlega. Enginn munur er á þessu frá sjónarhóli hlustenda og venjulegu auglýsinga- útvarpi á ameríska vísu. En frá bæjardyrum útvarpsins sjálfs lítur það öðru vísi út. Smám saman, að því er virðist án nokkurrar hugsun- ar eða stefnu, hefur auglýsingastarf- semi fengið inngöngu í hina al- mennu dagskrá og ekki aðeins ókeypis heldur á þann hátt, að opið liggur við misnotkun af hendi þeirra, sem við útvarpið starfa. Ekki má láta reka lengur á reiðanum í þess efni. Annað hvort verður að stöðva þessa misnotkun hinnar hlutlausu dag- skrár eða taka markvisst upp aug- lýsingaútvarp, og kemur það sann- arlega til greina. Fá mætti auglýs- endum í hendur dagskrártíma gegn hæfilegri leigu til þess að útvarpa léttu skemmtiefni og tónlist. Mundi það létta fjárhagsbyrði þessa efnis að miklu leyti af herðum útvarpsins en jafnframt gefa í aðra hönd tekjur til að vanda þeim mun betur til hinna mikilvægari þátta dagskrár- innar. SÍFELLT KVEÐA við raddir vand- lætingar vegna alls kyns ómenning- ar, sem yfir landið flæðir, svo sem sorprita, jazz og rock and roll, og er þá oftast krafizt algerrar útrýmingar og banns. Vér erum eindregið þeirr- ar skoðunar, að forðast beri í lengstu

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.