Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Side 7

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Side 7
Formáli í þjóðmdlum íslendinga mun gœta margra og óvenjulegra verk- efna ú komandi drum. Það þarf margar hœttur að varast og mörg ný spor að stíga, ef hið nýfengna sjdlfstœði þjóðarinnar d að verða meira en pappírsgagn eitt. í stað einangrunar landsins, er dður varði þjóðina gegn dgangi stórvelda og tungu hennar og menn- ingu fyrir erlendum ohrifum, liggur það nú í alþjóðaleið, og hœtt- an af erlendum afskiptum og dhrifum þvi meiri en nokkru sinni fyrr. En jafnhliða þvi, sem þjóðin þarf að varast slikar hœttur, verður hún að sœkja fram d sviði verklegra og félagslegra mdla, til þess að geta boðið öllum þegnum sínum sem bezt lífskjör, þvi að velmegun og þroski einstaklinganna — ekki aðeins nokkurra þeirra, heldur þeirra allra — er hinn eini öruggi grundvöllur þjóð- arsj úlfstœðisins. Þeir munu vafalaust margir, er verða til þess, að látast vera hinir einu vísu feður, sem leitt geti þjóðina úr öllum þessum vanda inn í dýrð hins fyrirheitna þjóðfélags. Það mun beitt meiri auglýsingadróðri, til þess að telja þjóðinni trú um dgœti þessarar eða annarrar „leiðsagnar“ en dður hefur þekkst. Það mun verða lögð meiri rœkt við skrum en rök, meira skírskotað til tilfinn- inga en dómgreindar. Það mun verða reynt að fd menn til að ber- ast með straumnum í stað þess að hvetja þd til að rdða stefn- unni sjdlfir. Alveg sérstaklega mun skrumúróðrinum beitt meðal unga fólksins, sem dlitið er ístöðuminnst gegn slíkum múlflutn- ingi. Þeir, sem standa að timariti þvi, er hér hefur göngu sína, telja það eitt meginskilyrði fyrir heillavœnlega þróun þjóðmalanna, að hafizt sé handa gegn þessari vaxandi auglýsingamennsku stjórnmúlanna og þú sérstaklega meðal yngri manna. Þeir úlíta það grundvallaratriði þegnfrelsis og lýðræðis, að reynt sé að þroska þann eiginleika manna, að þeir ihugi múlin sjúlfir og myndi sér skoðanir um þau, sem mest af eigin ramleik. Takist eigi að þroska þann eiginleika almennings, verður lýðrœðið hér aldrei annað en skripamynd af lýðrœði og sönn menntun aldrei sú al- menningseign, sem hún þarf að vera. Þú er líka hœtt við því, að

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.