Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 9

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 9
DAGSKRÁ 3 Þórarinn Þórarinsson ritstjóri: Vegnr Baldvins i. Pyrir rúmum 110 árum, þegar þjóðin bjó við þrengst kjör í fjár- hagslegum og stjórnarfarslegum efnum, hóf ungur maður, Baldvin Einarsson, merki nýs tíma. Þrátt fyrir erfiðan fjárhag, byrjaði hann útgáfu tímarits, er flutti þjóðinni boðskapinn um framsókn og endurreisn. Hvorki tímaritið eða útgefandi þess áttu langt líf fyrir höndum, en þó gróðursetti það þau fræ, sem borið hafa bezta ávexti á íslandi. í fótspor Baldvins komu Fjölnismenn, Jón Sig- urðsson og aðrir viðreisnarmenn, er héldu áfram starfi hans, end- urheimtu frelsi þjóðarinnar og komu henni aftur á bekk með menningarþ j óðum. Fyrir unga menn er það jafnan hollt að kynnast djörfum og giæsilegum brautryðjendum, líkt og Baldvin Einarsson var. Slík kynning er ekki sízt holl á tímum upplausnar og niðurrifs, svip- uðum þeim, sem nú ríkja hjá íslendingum. Þótt viðfangsefnin séu orðin önnur en á dögum Baldvins, getur samt grundvöllur og sjónarmið viðreisnarinnar verið með líkum hætti. í þeirri stuttu grein, sem hér fer á eftir, verður því reynt að skýra frá grundvallarstefnu Baldvins, jafnframt og athugað er, hvert erindi hún getur átt til íslenzku þjóðarinnar um þessar mundir. II. Baldvin lætur tímarit sitt, Ármann á Alþingi, hefjast með þeim hætti, að þrír menn hittust á Hofmannaflöt hjá Þingvöllum. Þessir menn eru Sighvatur bóndi úr Skagafirði, Þjóðólfur bóndi úr Flóa og Önundur þurrabúðarmaður af Seltjarnarnesi. Sighvatur var „vel skapi farinn, stilltur og hógvær, gætinn í orð- um og mjög varkár í dómum sínum um þá hluti, er hann ekki þekkti til hlítar. Hann var vel viti borinn og manna siðprúðastur í sinni stétt. Hann var búsýslumaður mikill, og búnaðist honum vel, enda hirti hann manna bezt jörð sína. Þó var hann ekki rík- ur haldinn, því, að hann hafði mikla fjölskyldu að annazt“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.