Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 11

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 11
DAGSKRÁ 5 máske yfir höfuð að tala ekki illa meint, því að altend hef ég hugs- að, að bæði mætti endurbæta margt af því, er á meðal vor tíðkast, og líka innleiða nýja bjargræðisvegi, er landi voru kynnu að verða að notum; — en það er auðséð, að kaffi og tóbaksplöntum ekki getur artast og er þar að auki miður nauðsynleg“. Þannig ræðast þeir við nokkura stund. Önundur vill öllu koll- varpa og breyta, Þjóðólfur vill engu breyta og finnst allt gott, eins og það er, en Sighvatur fer bil beggja, vill halda því, sem vel hefur reynzt, en breyta því, sem bersýnilega horfir til bóta. Þessari þrætu lýkur með því, að Ármann kemur á fund þeirra, og fellir þann úr- skurð, að Sighvatur hafi rétt að mæla. Önundur og Þjóðólfur hafi að sönnu báðir rétt fyrir sér á vissan hátt, en þó myndi illa fara, ef annar hvor þeirra fengi að ráða fullkomlega. Farsælast sé, að báðir láti nokkuð undan og jafnvæginu sé náð með þeim hætti, sem Sighvatur hélt fram. Þannig markaði hinn ungi glæsilegi brautryðjandi endurreisn- arinnar á 19. öldinni, Baldvin Einarsson, stefnu hennar og starfs- aðferðir. Hann vildi vekja þjóðina úr deifð og doða og láta hana hefja baráttu fyrir bættum kjörum og auknu frelsi. En hann vildi ekki fara hina áhættusömu leið byltingarmannsins, heldur hina öruggu, markvissu leið umbótamannsins. Þótt hann væri stórhuga og framsækinn, taldi hann of hraðar og gagngerar breytingar geta verið jafn háskalegar og kyrrstöðuna sjálfa. Það var leið hinn- ar öruggu umbótaþróunar, meðalvegurinnn, millistefnan sem hann benti þjóðinni á. Þessu leiðarljósi Baldvins Einarssonar var líka fylgt. Sá, sem mestir koma á eftir honum, Jón forseti, vaidi meðalveginn í sjálf- stæðisbaráttu sinni. Hann setti ekki fram kröfuna um algert sjálf- stæði og full sambandsslit við Dani, þótt vafalaust hafi það verið framtíðarmark hans. Hann vildi láta frelsi þjóðarinnar aukast í samræmi við það, sem hún þroskaðist til að geta notfært sér auk- ið frelsi. Sterkustu sjálfbjargarsamtökum landsmanna, samvinnu- hreyfingunni, var heldur ekki ætlað að kollvarpa því, er fyrir var í einu vetfangi, heldur að ná takmarkinu í áföngum, sem voru í samræmi við skilning og getu þjóðarinnar á hverjum tíma. III. Dæmisaga Baldvins í inngangi Ármanns á Alþingi er ekki sízt

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.