Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 16
10
DAGSKRÁ
Hinu mikla takmarki umbótamannanna á 20. öldinni, að tryggja
öllum lífvænlega atvinnu og afkomu, verður því aðeins náð með
æskilegum hætti, að ekki þurfi að glata hinum mikla árangri af
umbótastarfinu á 19. öldinni, hinu persónulega og þegnlega frelsi.
Það er hið sögulega hlutverk millistefnunnar á 20. öldinni að sam-
rýma þetta tvennt og koma því framkvæmd.
VI.
Hvernig getur milli- og umbótastefna náð því mikla takmarki,
sem lýst er hér að framan?
Til þess að svara þessari spurningu til hlítar, þyrfti langt og
rækilegt mál. Hér verður aðeins hægt að stikla á nokkrum atriðum.
í fyrsta lagi verður að efla framleiðsluna og skipuleggja hana
þannig, að fjármagninu og vinnuaflinu sé jafnan beint að rétt-
um viðfangsefnum. Það má ekki framleiða vörur, sem fjöldinn
þarfnast ekki, og ekki er heldur hægt að selja, á sama tíma og
önnur arðvænlegri framleiðsla er vanrækt. Það má ekki efla ýms-
an „skraniðnað“ og óhóflega milliliðastarfsemi, á sama tíma og
mikilvægustu atvinnuvegina vantar vinnuafl og fjármagn. Slíkur
óeðlilegur misvöxtur er segin saga hjá samkeppnisskipulaginu,
og er undirrót margvíslegra fjárhagslegra vandkvæða. Úr þessu
verður því aðeins bætt, að ríkið taki að sér að tryggja hið nauð-
synlega jafnvægi milli atvinnuveganna, setji nauðsynlegar höml-
ur, þar sem þeirra er þörf, en hvetji og styrki til framtaks, þar
sem þess er þcrf. Þetta þyrfti síður en svo að torvelda heilbrigt
einkaframtak, heldur ætti beinlínis að efla það, þar sem það yrði
iðuglega styrkt til þess að reyna krafta sína á þeim vettvangi, þar
sem það er þjóðinni æskilegt, í stað þess, að það gæti annars
unnið verk, sem væru andstæð hagsmunum heildarinnar.
í öðru lagi þarf að skipuleggja með svipuðum hætti allar nýjar
framkvæmdir, hvort heldur þær eru gerðar af því opinbera eða
einstaklingum. Það þarf að gera sér ljóst, hvaða framkvæmdir það
eru, sem þörfin er brýnust fyrir, og verður þá fyrst og fremst að
hafa eflingu atvinnulífsins og framleiðslunnar í huga. Hinar
nauðsynlegu framkvæmdir verða að ganga fyrir þeim, sem ónauð-
synlegri eru. Ræktun, nýr skipastóll, orkuver, nauðsynlegustu
verksmiðjur og annað það, sem kemur aðalatvinnuvegunum á sam-
keppnishæfan grundvöll, verður að sitja í fyrirrúmi fyrir „luxus“-