Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Side 17

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Side 17
DAGSKRÁ 11 byggingum og öðru þvílíku. Jafnframt þarf að hátta því þannig, að slíkar framkvæmdir ríkis og einstaklinga geti alltaf verið svo miklar, að þær nægi til að veita þeim atvinnu, sem ekki geta starf- að að beinni framleiðslu. Þannig yrði alltaf tryggð næg atvinna. Atvinnuleysisstyrkir eiga aldrei að þekkjast á íslandi, þar sem jafn mörg og stór verkefni bíða óleyst. í þriðja lagi þarf að tryggja að arði framleiðslunnar sé þannig skipt, að hver starfandi maður beri sinn réttláta hlut frá borði, engir verði miklir auðmenn og engir heldur öreigar. Með slíkum hætti er tryggð sem almennust kaupgeta og þannig m. a. skapað- ur sem beztur markaður fyrir framleiðsluna, er byggist á innan- landssölu. Markmiðið er, að allir verði bjargálnamenn, en vitan- lega mun þó misjafn dugnaður og ráðdeild valda því, að efnamunur verður alltaf noftkur. Þessu takmarki má ná með auknum sam- vinnufélagsskap um verzlun og framleiðslu, og með því að stór- fyrirtækin (t. d. síldarverksmiðjur, áburðarverksmiðjur, stórfiski- skip) verði almannaeign. Það skipulag verður að víkja, að rekstur verzlunar eða stóratvinnufyrirtækja sé byggður á stórgróðasjónar- miði fárra einstaklinga, heldur verður hann að miðast við hagsæld heildarinnar. Það skipulag verður einnig að víkja, að kringum stór- fyrirtækin sé ríkjandi stöðugur fjandskapur svokallaðra eigenda og verkalýös, er öðru hvoru brýst út í langvarandi verkföllum. Með því að tryggja réttláta arðskiptingu við þessi fyrirtæki á grund- velli samvinnu og hlutaskipta, ætti að mega útrýma þessum háska- legu deilum. En jafnhliða slíkum skipulagslegum breytingum, þarf að hefja markvísann áróður af opinberri hálfu gegn þeim þjóð- félagsspillandi hugsunarhætti, að takmark einstaklingsins sé að- eins að hugsa um sjálfan sig en hirða ekki neitt um aðra. Það þarf kannske umfram allt að vinna jafnaðar- og bræðralagshugsjón- inni sterkari ítök í hugum manna. Það þarf að gera það ljóst, að friður og frelsi er óhugsandi, þar sem hinir „sterkari" einstakling- ar hafa vilja og aðstöðu til að hagnast á þeim, sem minni máttar eru. Þetta andlega áróðurstarf er sennilega einna þýðing- armest þeirra verka, sem framundan bíða, því að því aðeins getur nokkurt félag eða skipulag haldizt, að það eigi sér styrkastar stoðir í hugarfari og tilfinningum manna. Fyrst þegar því marki er náð, er hlutaðeigandi skipulag orðið öruggt. Hér bíð- ur því stórfeilt verkefni, sem vissulega ættj fyrst og fremst að

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.