Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 19
DAGSKRÁ
13
einn og sama svip. Það er svipur hinnar skynsamlegu framþró-
unar, aukinnar opinberrar skipulagningar, — meiri auðjöfnunar,
jafnari almennari velmegunar, án þess þó að tekin séu vafasöm
og óhugsuð byltingarstökk út í bláinn. Það er umbótaleiðin, með-
alvegurinn, sem Bretar munu hiklaust velja sér, og svipuð mun
líka verða niðurstaðan hjá Norðurl'andaþjóðunum.
Milli- og umbótastefnan er því vissulega ekki fylgisvana úti í
heiminum. Hún hefur þvert á móti sjaldan verið öflugri þar en nú.
Það er sagt, og það er því miður satt, að mörgum málefnum ís-
lendinga sé komið í verulegt óefni, þótt tildrögin séu nú önnur
en á dögum Baldvins Einarssonar. Það verður hlutverk hinnar
vaxandi kynslóðar, að leysa þjóðina úr þessum voða eða hún mun
glata frelsi sínu á ný. Ungir menn og konur verða því að hefjast
handa og þá fyrst og fremst gera sér þess grein, hvernig þeir ætla
að hátta þjóðmálaþátttöku sinni, hvern veg þeir vilja velja við-
reisninni. Þau hafa að velja um veg afturhaldsins, veg kommún-
ismans eða veg umbótanna, meðalveginn. Slík athugun mun vissu-
lega leiða í ljós, að það er þjóðinni æskilegast, engu síður nú en fyrir
100 árum, að hlíta hinni viturlegu leiðsögn, sem Baldvin Ein-
arsson markaði svo glöggt og eftirminnilega í inngangi Ármanns
á Alþingi.