Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 22
16
DAGSKRÁ
landanna er slitið, er það orðið algert innanlandsmál íslands, hvort
það hefur konung eða stofnar lýðveldi. Dönum er það þá óviðkom-
andi, nema að því leyti, að þeir gætu, ef til kæmi, bannað kon-
ungi sínum að vera jafnframt konungur íslands.
Ég hygg, að flestir íslendingar hafi síðan 1918 verið sammála
um það, að segja upp sambandslögunum, þegar þar að kæmi. Kom
þetta skýrt fram á Alþingi 1928. Þá lýstu allir flokkar þingsins yfir
því, að þeir vildu nota uppsagnarréttinn. Sams konar yfirlýsingar
voru og gefnár á Alþingi 1937. Þessi vilji íslendinga til algers sjálf-
stæðis er ekki á neinn hátt sprottinn af óvild til Dana, enda hafa
þeir jafnan komið vel fram við okkur, síðan samið var um sam-
band landanna og reyndar lengur. Þaðanaf síður er um nokkra
óvild til konungsins að ræða, enda hefur hann reynzt okkur hinn
bezti konungur. Heldur er þessi vilji sprottinn af þeirri sjálfstæðis-
þrá, sem öllum menningarþjóðum er í blóð borin, að vilja sjálfar
ráða sínum málum og lúta ekki erlendum yfirráðum, ekki heldur
erlendum konungi, hversu ágætur sem hann er.
Uppsögn sambandslaganna hefur ekki algerlega farið fram með
þeim hætti, sem þau sjálf gera ráð fyrir og liggja til þess ástæð-
ur, sem öllum eru kunnar: Þann 9. apríl 1940 hertóku Þjóðverj-
ar Ðanmörku. Sambandið milli íslands og Danmerkur rofnaði
algerlega. Af því leiddi, að konungur gat ekki haldið áfram að
gegna stjórnarstörfum fyrir ísland og Danir gátu ekki farið með
utanríkismál okkar eins og sambandslögin gerðu ráð fyrir. Næstu
nótt ákvað Alþingi, að ísland tæki öll sín mál í eigin hendur og
fól ráðuneytinu „að svo stöddu“ að fara með vald konungs. 17.
júní 1941 var svo kosinn ríkisstjóri til að fara með konungsvaldið.
Það ástand, sem skapaðist 9. apríl 1940, hefur haldizt síðan. Danir ■
hafa ekki getað farið með utanríkismál íslands og konungurinn
ekki gengt stjórnarstörfum. Danir hafa því ekki getað staðið við
sambandslagasamninginn. Frá íslands hálfu er því litið svo á af
flestum, að samningurinn sé nú úr gildi fallinn, vegna vanefnda
Dana á honum, þó þær séu þeim ósjálfráðar, og sambandsslit þeg-
ar orðin, þó ekki hafi enn verið formlega frá þeim gengið. Þessi
skilningur kemur fram í samþykktum Alþingis frá 17. maí 1941,
þar sem það lýsti yfir, að það teldi ísland hafa öðlazt rétt til fullra
sambandsslita þá þegar, þó að það teldi hins vegar ekki tímabært
„vegna ríkjandi ástands" að ganga formlega frá þeim. Þá lýsti og