Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 24

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 24
18 DAGSKRÁ ur okkar til sambandsslita vegna vanefnda Dana á sambandslög- unum hafi verið véfengdur. Aftur á móti hefur réttur okkur til skilnaðar samkv. sambandslögunum sjálfum aldrei verið véfengd- ur af neinum, svo vitað sé. Og nú vill einmitt svo vel til, að árið 1944 gátum við sagt upp sambandslögunum að fullu og öllu, samkv. ákvæðum þeirra sjálfra. Við eigum því tvöfaldan rétt til fulls skilnaðar við Dani á næsta ári: 1. vanefndaréttinn og 2. uppsagnarréttinn samkv. sambands- lögunum sjálfum. En eiga íslendingar þá að nota þennan rétt? Á íslenzka þjóðin að segja já, þegar hún verður um það spurð, hvort hún vilji skilja til fulls við Danmörku? Tvímælalaust á þjóðin að segja já og það svo rækilega, að enginn geti efast um þjóðarviljann. íslenzka þjóðiíi hefur fulla reynslu fyrir því, að útlent vald hefur aldrei verið henni happasælt. Á meðan það var svo að segja öllu ráðandi hér, vegnaði þjóðinni verst að öllu leyti, en að sama skapi sem sjálf- stæði landsins hefur aukizt, hefur velgengni þjóðarinnar eflzt og framfarir hennar á öllum sviðum. Rökrétt ályktun af þessari staðreynd er auðvitað sú, að algert sjálfstæði henti þjóðinni bezt. Auk þess verður heilbrigðum metnaði hennar aldrei með öðru móti fullnægt. Eins og ég gat um í upphafi, þótti flestum það fjarstæða, þegar fyrst var stungið upp á fullum skilnaði við Dan- mörku. Þetta mun mest hafa komið til af því, að menn töldu svo litla og fátæka þjóð eins og íslendinga ekki g'eta staðizt kostnað af fullu sjálfstæði og því síður varið sjálfstæði sitt. Öll ríki heims, sem því nafni gátu heitið, höfðu t. d. einhverjar hervarnir, en ísland hafði engan her né flota og auðsætt var, að það gat ekki, m. a. sökum fámennis, komið upp nokkrum þeim landvörnum, sem að gagni kæmu, ef á landið yrði ráðizt af útlendum her. Töldu menn nokkra vernd í her, en þó einkum flota Dana. Reynslan hefur nú sýnt, svo að ekki verður um deilt, að vegna þessa er ekki ástæða til að hika við fullan skilnað við Danmörku. Við höfum nú um fleiri ár haldið uppi flestum þeim þjóðfélagsstofnunum, sem okkur er þörf á sem sjálfstæðri þjóð, og staðizt kostnaðinn af því og ekki er ástæða til að óttast, að við getum það ekki einnig framvegis. En um verndina er það að segja, að þó heimurinn virðist ekki vera kominn lengra en það í siðmenningu, að vel megi vera, að engin þjóð geti verið án herverndar enn sem komið er,

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.