Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 25

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 25
dagskrá 19 Þá sýnir reynslan alveg ótvírætt, að Danir geta ekki veitt okkur neina slíka vernd, því þeir eru því miður næstum eins varnar- lausir og við, eins og hertaka Danmerkur sýnir. Sum blöð landsins eru nú farin að halda því fram, að ódrengi- !egt sé af okkur að segja skilið við Dani, á meðan land þeirra er hertekið og áður en við getum samið við þá um skilnaðinn. Þessu hefði mátt halda fram, ef skilnaðurinn hefði orðið árið 1942, eins og sum þessi blöð virtust þá vilja, en það er ekki hægt að halda Því fram nú. Við sömdum viff Dani árið 1918, m. a. um það, að við hefðum rétt til að skilja við þá til fulls árið 1944. Við höfum oftar en einu sinni látið þá vita, að við mundum nota þennan rétt. Það er því ekki nein brigðmælgi af íslendingum að gera svo og við höfum í sjálfu sér ekkert að semja um við Dani í þessu efni, þar sem framlenging sambandsins kemur ekki til greina. Að vísu þarf að semja við Dani síðar um ýms mál, en það er algengt að tvö ríki semji sín á milli, þó þau séu ekki í sambandi og það kemur ekki sjálfum skilnaðinum við, því að um hann höfum við rétt til að taka einir ákvörðun á næsta ári, einmitt samkvæmt samningi við Dani sjálfa og einnig af öðrum ástæðum. Að Danir reiðist okkur svo vegna skilnaðarins, að þeir af þeim ástæðum verði erfiðari í samningum um önnur efni síðar, er ósannað með öllu og næsta ólíklegt og að gera ráð fyrir því eru í rauninni ljótar getsakir í Þeirra garð. Að Danmörk er hertekin er að vísu mjög sorglegt og ahir íslendingar hafa fyllstu samúð með Dönum í raunum Þeirra, en ekki er hægt að sjá, að það mundi létta þær raunir neitt, þó við frestuðum skilnaðinum nú. Mætti þá alveg eins búast við, að það Þætti skyggja á gleði þeirra, ef íslendingar segðu skilið við þá um Það leyti, sem þeir losna sjálfir undan útlenda okinu. Mig furðar dálítið á, að þeir, sem nú eru hikandi í skilnaðarmál- mu vegna samúðar við dönsku þjóðina, skuli ekki hafa borið fram aðra ástæðu, sem mér virðist veigameiri og hún er tillitiff til kon- ungsins.*) Enginn hefur, svo mér sé kunnugt, minnzt á það og væri Það þó þess vert. Kristján konungur X. hefur á allan hátt verið okkur hinn bezti konungur. Hann hefur gert sér allt far um að kynnast landi og þjóð, komið 4 sinnum til landsins og hann einn ahra Danakonunga kann eitthvað í tungu okkar. Hann hefur hald- *) Grein þessi er rituð áður en umræður voru hafnar um afstöðuna til kon- ungsins. 2*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.