Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 26

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 26
20 DAGSKRÁ ið sér við ströngustu þingræðisreglur í báðum löndunum og í hví- vetna uppfyllt konungsskyldur sínar, einnig hér á landi. Það er því óneitanlega dálítið hart, að einmitt þessi konungur skuli verða fyrir því, að missa konungdóm á íslandi og ekki væri nema skilj- anlegt, þó honum sárnaði það, þó ekki verði séð að dönsku þjóð- inni þurfi að mislíka skilnaðurinn, nema þá vegna konungsins. Að fresta skilnaði, ekki á meðan ófriðurinn stendur eða þar til við getum samið við Dani, því við þá þurfum við ekkert að semja í því efni, heldur á meðan núverandi konungs nýtur við, er því sjón- armið, sem mér finnst, að frekar hefði átt að koma til greina, held- ur en þær ástæður, sem færðar hafa verið fram fyrir frestun. En hversu ágætur sem konungurinn er, þá er hann þó ekki íslending- ur, heldur danskur og hann býr ekki á íslandi, heldur í Danmörku. En á meðan við höfum danskan konung, finnst jafnvel okkur sjálf- um við ekki vera fyllilega sjálfstæð þjóð, hvað þá að umheimur- inn líti svo á. Auk þess gæti hugsazt, að við yrðum hindraðir í skiln- aði síðar af öðrum sterkari þjóðum, ef við sleppum tækifærinu nú. Hefur verið rækilega á þá hættu bent í umræðum um málið og sé ég ekki ástæðu til að endurtaka það, sem fram hefur komið í því efni. Þjóðarmetnaður okkur og þó fyrst og fremst öryggi þjóðar- innar krefst því þess, að við framkvæmum skilnaðinn á næsta ári og verður þá einnig tillitið til konungsins að víkja fyrir þjóðar- nauðsyn. Óskar II. var líka ágætis maður. Það viðurkenndu Norð- menn fúslega og þó sviptu þeir hann konungdómi í Noregi, af því að þeir litu fyrst og fremst á hann sem sænskan konung. Skilnaðurinn við Dani og lýðveldisstofnun á íslandi verður vænt- anlega borin undir þjóðaratkvæði næsta vor. Ég efast ekki um, að yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem atkvæði greiða, .segja já. En það er ekki nóg. Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda í landinu verður að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Ef svo verður ekki, verð- ur það þjóðinni til ævarandi minnkunar og aðrar þjóðir fá það álit, að við metum lítils frelsi okkar og sjálfstæði. Er ekki að vita, hversu alvarlegar afleiðingar slíkt álit annarra þjóða kynni að hafa fyrir okkur. Það má því ekki koma fyrir, að þjóðin sýni tómlæti í þessu efni. Hvað sem á milli ber í öðrum málum, og hvað sem á milli hefur borið í þessu máli, þá stöndum öll saman nú. Látum endurreisn lýðveldis á íslandi verða landi og þjóð til sóma. Akureyri, 20. ág. 1943. Bernharð Stefánsson.

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.