Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 30
24
DAGSKRÁ
þær takmarkanir, sem henni
voru settar af framförum tækn-
innar. Á tímum klassisku hag-
fræðinganna var hagkerfið
byggt á smáatvinnurekendum,
óháðum handverksmönnum og
einstökum kaupmönnum. Þjóð-
félagið'var því mjög hreyfan-
legt og átti hægt með að.laga
sig eftir breyttum aðstæðum,
þar sem iðnaður og verzlun
þeirra tíma kröfðust ekki mikils
fjármagns. En eftir því sem leið
á nítjándu öldina, hurfu þessi
skilyrði, því að nú reis upp risa-
iðnaður, sem var mjög sér-
greindur (specialiséraður) og
þurfti gífurleg fjárframlög og
fjöldaher verkamanna, en
hvorttveggja á erfitt með að
flytja sig til fljótt og árekstra-
laust eftir breyttum markaðsskil-
yrðum. Eindin var ekki lengur
einstaklingurinn, heldur hluta-
félagið, hringurinn (trust),
bankafélagið, og verkalýðssam-
bandið. Öfl þau, sem nú urðu
öllu ráðandi um framleiðslu og
dreifingu, voru fáir vel skipu-
lagðir hagsmunahópar.
Það, sem hefur eyðilagt ein-
staklingsreksturinn, er ekki
,,sósíalismi“ eða aðgerðir og
hömlur ríkisvaldsins, eins og
formælendur einstaklingsfram-
taksins vilja einatt vera láta,
heldur hin óhjákvæmilega til-
hneiging samkeppnis-kapítal-
ismans til myndunar einokun-
arhringa (mónópóla).
Forsendur hinna klassisku
hagfræðikenninga voru brostn-
ar þegar fyrir 1914 og síðan
stendur deilan raunverulega
ekki lengur um einkarekstur eða
f élagsrekstur (kollektívisma),
heldur um hitt, hvort stór fyrir-
tæki skuli rekin af samsafni fé-
laga eða hringa, sem ekki eru
opinberir og því óháðir ríkis-
valdinu, eða hvort þau skuli
vera í höndum hins opinbera.
„Það, sem menn verða að velja
á milli, er ekki samkeppnisrekst-
ur annars vegar og einokunar-
rekstur (mónópól) hins vegar,
heldur á milli einkasölureksturs,
sem er óábyrgur og í höndum
einstaklinga, og einkasölurekst-
urs, sem er ábyrgur og í höndum
hins opinbera". (R. H. Tawney,
The Acquisitive Society).
Á meðan eindir atvinnulífs-
ins voru einstaklingar, sem
höfðu engin samtök með sér og
höfðu því ekki bolmagn til að
raska sjálfri þjóðfélagsbygging-
unni, gat ríkisvaldið haldið að
sér höndunum. Hlutverk ríkis-
valdsins var fyrst og fremst að
vera vörður laga og réttar. Þetta
hlaut að breytast, er stórir iðn-
aðar- og fjármagnshringar og
vel skipulögð verkainannafélög
tóku að myndast. Það var einn-
ig svo, að stóriðjuhöldarnir voru