Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 35

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 35
dagskrá 29 skyldur gagnvart almenningi, þ. e. neytandanum; enda lýsa þau °g sjálf yfir, að svo sé. Einnig er útborgun arðs oft takmörkuð ýmist af löggjafanum eða af venju. Alls staðar hefur sú skoð- un rutt sér til rúms, að fram- leiðslan eigi frekar að miðasí við þarfir þjóðfélagsheildarinn- ar en gróða framleiðendanna. Sú stefna, að láta verð- og gróðamælikvarðann víkja fyrir félagslegum mælikvarða, kemur einnig fram við ákvörðun launa. Krafan um lágmarkslaun, er miðist við sæmilegt lífsviður- væri, er í beinni andstöðu við úina klassisku kenningu um frjálsan vinnumarkað. Það er í samræmi við þessa kröfu, að kauptaxtarnir hafa á undan- förnum áratugum ekki nema að litlu leyti fylgt breytingum at- vinnulífsástandsins (eins og klassisku hagfræðingarnir Sanga út frá), en hins vegar talið rétt, að kaup hækki í sam- ræmi við hækkun framfærslu- kostnaðar. Eins líta menn nú á atvinnuleysi sem félagslegt böl, sem ekki verði afsakað með því, aS vinnu hinna atvinnulausu sé ekki hægt að nýta til arðbærra starfa. Þó hefur slíkt verið látið viðgangast til skamms tíma. Þegar brezka stjórnin lýsti því yfir árið 1935, að „það væri röng hugmynd, er margir gerðu sér, að fyrir lægju mikil verkefni, er gætu veitt mörgum atvinnu“, þá átti hún ekki við það, að ó- mögulegt væri að finna gagnleg verkefni, heldur að ekki væri hægt að finna verk, er gætu gefið af sér gróða. Það verður að hverfa, að atvinna manna sé háð bókhaldslegum gróða og tapi. Það er einnig víst, að hinn fyrrum ótakmarkaði réttur at- vinnurekenda til að ráða menn í lausavinnu, sem þegar er búið að afnema með stríðslöggjöf- inni um þýðingarmestu iðn- greinarnar, verður ekki endur- vakinn. „Velferð" verkamann- anna mun verða þyngri á met- unum en „auður“ framleiðend- anna við allar ákvarðanir um stefnu. M. ö. o. atvinnulífið er farið að lúta siðgæðishugmynd- um okkar fremur en hinu óper- sónulega lögmáli verðbreyting- anna og flestir munu sammála um, að það sé rétt stefna og heillavænleg. Hugtakið „réttlátt eða sanngjarnt verð“, sem var mótað af miðaldaguðfræðing- unum, er nú aftur að hefjast til vegs og virðingar. Eins og tíma- bilið, sem byrjaði á 16. öld, hef- ur leitt til meiri umsvifa ein- staklingsins vegna þróunar pen- ingahagkerfisins, leiðir núver- andi afturhvarf frá þessu hag- kerfi til meiri samheldni þjóð- félagsins og félagshyggju. Hið

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.