Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Side 36

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Side 36
30 DAGSKRÁ svonefnda „líberala“ þjóðfélag, þar sem einangraðir, óháðir einstaklingar vinni fyrir eigin hagnað og með því ósjálfrátt fyrir hag heildarinnar, er dautt; en „lögmál“ klassisku hagfræð- inganna giltu aðeins í slíku samfélagi. Þetta samfélag og þessi lögmál voru vakin til lífs og réttlættust af tímabili, er fyrsta skilyrði til framfara var að hvetja til framleiðsluaukn- ingar. Við erum nú vaxin upp úr þessu tímabili, sem kalla mætti „tímabil skortsins“. Það er nú almennt álitið, að hinar sið- menntuðu þjóðir séu búnar aö leysa vandamál skortsins og geti framleitt, án þess að ofbjóða kröftunum, allt, sem maðurinn þarfnast. Þjóðfélagsböl okkar er ekki skorturinn, heldur atvinnu- leysið. Okkar þýðingarmesta hagfræðivandamál er ekki að auka framleiðsluna, heldur að tryggja jafnari dreifingu neyzl- unnar og jafnari nýtingu fram- leiðslukraftanna. Til að leysa það vandamál verðum við að endurskoða allt samband fram- leiðslu og neyzlu, eins og það hefur þróazt á umliðnum ára- tugum undir hlífiskildi klass- isku hagfræðinnar. Framleiðsla og neyzla Klassisku hagfræðingarnir lögðu megináherzlu á fram- leiðsluna. Þeir töldu sig hafa fundið lögmálið um hámarks- framleiðslu við lágmarkskostn- aði. Væri þessu lögmáli hlítt, myndi allt falla í ljúfa löð í gegnum allsherjarverkaskipt- ingu. Neytandinn hlyti alltaf að ákveða, með kaupgetu sinni, hvað skyldi framleitt og hvað ekki. Raunveruleg afleiðing þessa kerfis varð, þveröfugt við það, sem búizt var við, sú, að fram- leiðandinn fékk æ meira vald í sínar hendur. Formælendur klassiska skólans höfðu mikinn ýmugust á hvers konar samtök- um framleiðenda, jafnt vinnu- veitenda sem vinnuþiggjenda. En hneigðin til samtakamynd- unar var orðin of sterk til þess að hægt væri að stöðva hana. Þegar stóriðnaðurinn, sem átti yfir gífurlegu hráefnamagni og verkamannafjölda að ráða, tók að eflast á síðari helming 19. aldarinnar og í byrjun þessarar aldar, varð framleiðandinn öll- um voldugri og áhrifameiri. í Bandaríkjunum fengu stóriðju- höldar og fjáraflamenn („big business“) nær óskorað vald í málefnum ríkisins. í Evrópu hrifsuðu þeir embætti og mann- virðingar úr höndum yfirstéttar stórjarðeigendanna, sem áður hafði verið ein um hituna. Hins vegar hafði neytandinn engin

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.