Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 42

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 42
36 DAGSKRÁ eftirtekt. Að vísu vöktu aðferðir þær, sem valdhafar þessara landa notuðu við framkvæmd þessara tilrauna, mikla andúð meðal lýðræðisþjóða, en þessi andúð torveldaði hlutlausa rannsókn þessara tilrauna. Sovét-stjórnin hóf snemma að skipuleggja framleiðsluna og gerðu ýmsir sér vonir um, að skipulögð framleiðsla væri í sjálfu sér lausnin á vandamál- um atvinnulífsins. En þeir, sem vildu fylgja þessu fordæmi í Vestur-Evrópu, gleymdu því oft, að Rússland er algerlega á byrj- unarskeiði atvinnulífsþróunar- innar og hefur til umráða víð- áttumikið landssvæði, sem er enn ekki nýtt til fulls og fólks- fjöldi er þar hratt vaxandi, lífs- kröfur íbúanna mjög fátækleg- ar, ekkert flutt út annað en hrá- efni, og innanlandsmarkaður, sem hægt er að auka nær tak- markalaust, en við slíkar að- stæður er offramleiðsla vart hugsanlegur möguleiki. Þýzka tilraunin var hins vegar lær- dómsríkari, þar sem um var að ræða mjög þroskað hagkerfi með fjölbreyttan iðnað, sem hafði verið örvaður með miklu erlendu fjármagni skömmu áð- ur og þar sem einkenni offram- leiðslu voru mjög áberandi. Á- ætlun Þjóðverja fólst í því að skipuleggja neyzluna. í Rúss- landi var hins vegar engin þörf á því, að skipuleggja neyzl- una, þar sem framboðið hafði ekki við að fullnægja eftir- spurninni. Þjóðernisjafnaðar- menn leystu vandamálin með skipulagningu neyzlunnar í mynd almennra verklegra fram- kvæmda, en þó fyrst og fremst í mynd vígbúnaðar. Samin var stórkostleg neyzlu-áætlun, sem dró til sín alla framleiðslukrafta þjóðarinnar, og vinnuafl, sem þangað til hafði verið ónotað, sogaðist inn í framleiðsluna, sem þessi áætlun kom af stað. Bæði í SovéÞRússlandi og Þýzka- landi voru tengslin milli fram- leiðslukostnaðar og verðs rofin. Ákvörðun verðs, og launa í hlut- falli við verðlag, var skoðað sem félagslegt vandamál og lausn þess var að nokkru leyti miðuð við það, hve stórt hlutfall af framleiðsluöflum þjóðarinnar var notað til að sjá fyrir dag- legum þörfum. í Englandi var það einnig vígbúnaður — sem er einfaldasta form neyzluá- ætlunar — er stuðlaði verulega að því, að bæta úr atvinnuleys- inu. Síðan stríðið hófst, hefur fengizt fullkomnari lausn á þessum málum með því, að taka upp sams konar skipulagningu og framkvæmd var í Rússlandi og Þýzkalandi á árunum fyrir stríðið.

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.