Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Qupperneq 48
42
DAGSKRÁ
þau heimila bæjarstjórn Rvíkur
að taka leigunámi sumarbústaði
og annað ónotað húsnæði í ná-
grenni bæjarins. Jafnframt er
fyrirmælt í lögunum, að húsa-
leigunefnd skuli láta framkv. út-
burð á utanhéraðsfólki, sem
tekið hefir húsnæði á leigu án
leyfis húsaleigunefndar.
Síðan koma lögin um húsa-
leiguleigu frá 7. apríl 1943. Er
það allmikill bálkur, þó í felstu
samhljóða hinum eldri húsa-
leigulögum, þ. e. frá 1941, Þau
nýmæli, sem mestu skipta, eru
ákvæði 1. gr. um íbúðaskipti, þ.
e. að leigusala er nú heimilt að
skipta á íbúð við leigutaka, ef
hún kemur leigutaka að svip-
uðum notum að dómi húsa-
leigunefndar. Þá er nýmæli í
3. gr. um, að utanhéraðsmenn
megi ekki flytja inn í íbúðir,
sem þeir kaupi eftir gildistöku
laganna, en slíkt var áður heim-
ilt. Einnig mætti nefna nýmæli
í 5. gr. um, að þegar sérstaklega
standi á, geti húsaleigunefnd að
fengnu samþykki félagsmálaráð-
herra tekið til ráðstöfunar hluta
af húsnæði, sem afnotahafi get-
ur án verið og unnt er að skipta
úr.
Tvö frumvörp um húsnæðis-
mál komu einnig fram, en urðu
ekki útrædd. Voru það frv. um
viðauka við lög nr. 106 frá 1941
um húsaleigu, þ. e. að ákvæði
þeirra næðu einnig til verbúða,
þ. e. leigu eftir bryggjur, palla,
sjómannabústaði og sjóhús. Hitt
frumvarpið var um ráðstafanir
til þess að tryggja húsnæðis-
lausu fólki húsnæði og um stór-
íbúðarskatt, þar sem gert er
ráð fyrir vissu gjaldi af hverj-
um fermetra, sem er framyfir
það, sem talið er hæfilegt hús-
rúm og er í frumvarpinu skrá
yfir það. Einnig kom fram til-
laga til þingsályktunar um stór-
íbúðarskatt, en varð heldur ekki
útrædd.
Af öðrum félagsmálalögum
má nefna lög um breyting á lög-
um nr. 13 frá 1905 um rithöf-
undarétt og prentrétt. Þau
kveða á um, að höfundur hver
hafi eignarrétt á því, sem hann
hefir samið eða gert. Nær því
einkaréttur höfundar til hvers
konar birtingar eða tjáningar á
verkum hans. Þó segir í lögun-
um, að heimilt sé að flytja
kafla úr ritsmíðum eða tónverk-
um, sem út hafi verið gefin, á
samkomum, sem haldnar séu í
góðgerðaskyni eða aðeins til
mannfagnaðar eða í skólum,
enda komi ekki þóknun fyrir
flutninginn. Þess má einnig
geta, að lögin um þetta efni
hétu áður lög um rithöfunda-
rétt og prentfrelsi, en heita nú
lög um höfundarétt og prent-
rétt. Þá var einnig samþykkt