Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Qupperneq 50

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Qupperneq 50
44 efnilegir menn stunda nú nám erlendis, viðkomandi þessum málum, beinlínis með það fyrir augum að snúa atvinnuháttum og vinnuaðferðum vorum til hins betra. Má mikils vænta af þeim í náinni framtíð. En það er einnig annað, sem er mjög mikilvægt, en það er, að það komist inn hjá almenningi, að hér þarf mikilla umbóta við. Þetta er í rauninni grundvöllur, sem þarf að vera fyrir hendi til þess, að þeir, sem til umbót- anna hafa lært, geti hafið hér störf sín. Annað mál, sem er mikilvægt, er þingsályktunartillaga um síldarmjöl til fóðurbætis. Fel- ur þingsályktunartillagan það í ■sér aðallega, að bændum verð- ur tryggt nægilegt síldarmjöl með sanngjörnu verði og ó- skemmt. Eins og kunnugt er, var haustið 1942 mikill mis- brestur á því, að mjölinu væri úthlutað á þann hátt að viðunandi væri. Einnig bar nokkuð á skemmdum í því. Þá eru lög um búfjártrygg- ingar. Gera þau ráð fyrir sér- stakri deild hjá Brunabótafé- lagi íslands, sem fari með þessi mál. Hafa nú um nokkurt skeið verið gildandi heimildarlög um þetta efni, en nú er með þess- um lögum gert að skyldu að hafa þessa deild, enda þótt hér DAGSKRÁ sé ekki um skyldutryggingu að ræða nema að nokkru leyti. Önnur landbúnaðarmál eru lög um ráðstafanir til að greiða fyrir viðskiptum með slátur- fjárafurðir og ákveða verðlag á þeim, þingsályktun um ráðstaf- anir til eflingar íslenzkum landbúnaði og þingsályktun um kaup og innflutning á hey- vinnuvéium og öðrum nauðsyn- legum landbúnaðarvélum fyrir næsta sumar. Ennfremur mætti nefna frumvarp um kynnisferð- ir sveitafólks, sem flutt var til samræmis við lög um orlof, sem tryggja launþegum ákveðið or- lof ásamt kauphækkun til þess að geta notfært sér það. Frum- varpið varð ekki útrætt. Ýmsir liðir snertandi landbúnaðinn voru teknir upp á fjárlög. Má þar nefna stofnun sauðfjár- ræktarbús á mæðiveikisvæðinu, sem veitt er til allt að 100 þús. kr. Til byggingar mjólkurstöðv- ar í Reykjavík eru veittar 300 þús. kr. og til stofnunar véla- verkstæðis fyrir landbúnaðar- vélar, er Búnaðarfélag Suður- lands lætur reisa, 50 þús. kr. IV. Rafveitumál. Eins og kunnugt er, hafði áð- ur verið, að tilhlutun Fram- sóknarmanna, skipuð milli- þinganefnd í rafmagnsmálum. Ætlazt er til, að hún geri tillög-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.