Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 51
dagskrá
45
ur um, á hvern hátt bezt verði
fyrir komið raflýsingarkerfi
sveita og kauptúna. Frumvörp
og tillögur um einstakar virkj-
unir komu margar fram. Af
Þeim, sem samþykktar voru,
mætti nefna þingsályktun um
athugun á virkjun fyrir Dala-
sýslu, þingsályktun um útvegun
efnis til virkjunar Andakílsár
1 Borgarfirði og þingsályktun
um heimild til ábyrgðar á láni
fyrir rafveitu ísafjarðarkaup-
staðar og Eyrarhrepps. Af þeim,
sem ekki voru útrædd, má
nefna frumvarp til laga um
virkjun Andakílsár, frv. um
virkjun Gönguskarðsár í Skaga-
firði, frumvarp um virkjun
Tungufoss í Rangárvallasýslu,
frumvarp um virkjun Fossár í
Ólafsvíkurhreppi í Snæfells-
nessýslu, þingsályktunartillögu
um að ríkisstjórn ábyrgðist lán
fyrir Akureyrarbæ til aukning-
ur Laxárvirkjuninni, þingsál.-
tillögu um að ríkisstjórnin á-
Þyrgist lán fyrir Reyðarfjarðar-
Þrepp til aukningar raforku-
veitu hreppsins, þingsályktunar-
tillögu um raforkumálaábyrgðir
i Suður-Þingeyjarsýslu og þál,-
tillögu um áætlun um kostnað
við raforkuveitur í Suður-Þing-
eyjarsýslu.
hingsályktunartill. um und-
anþágu á aðflutningstollum á
aðfluttu efni til rafvirkjana,
þingsályktunartillaga um raf-
leiðslu frá Akureyri til Dalvík-
ur og þingsályktunartillaga um
rafvirkjanir til almennings-
þarfa í Vestur-Skaftafellssýslu
voru afgreiddar með rökstuddri
dagskrá. Tillögu til þingsálykt-
unar um virkjun Lagarfoss var
vísað til ríkisstjórnarinnar.
V. Samgöngumál.
Eitt af því, sem brýn nauð-
syn er á að lagfæra í sam-
göngumálum vorum eru sam-
göngur á Austurlandi. Flutt var
tillaga til þingsályktunar um
heimild fyrir ríkisstjórnina til
að láta byggja eða kaupa
strandferðabát fyrir Austur-
land. Var tillaga þessi samþykkt.
Verði slíkur bátur byggður eða
keyptur er það stórkostleg um-
bót, þar sem aðalsamgöngur á
Austfjörðum hljóta að verða á
sjónum.
Þá mætti nefna þingsályktun
um skipun milliþinganefndar í
póstmálum. Er engin vanþörf á
að bæta póstsamgöngurnar á
einhver hátt, því þær virðast
vera í miklu ólagi, bréf eru
stundum svo mánuðum skiptir
á leiðinni til viðtakanda. Milli-
þinganefnd í póstmálum mun
nú vera tekin til starfa og ætti
að mega vænta góðs árangurs
af starfi hennar.
Enn má nefna þingsályktun
l