Árbók skálda - 01.12.1955, Síða 9
7
sem leið (Stefáni Júlíussyni, Jóni Óskari), en þær eru undan-
tekningar.
Fleira hefur breytzt. Eg sé ekki betur en smásagan hafi
nálgazt ljóðið, samtímis því, að ljóðskáldin hafa tekið að
færa sér í nyt hrynjandi og stíl úr mæltu máli og prósa.
„Sagan", „atvikin" skipta minna máli en áður, tiltekið hugar-
ástand sögupersónu (fremur en sérkenni hennar) eða höfund-
ar sjálfs er einatt hið raunverulega söguefni. M. ö. o., upp-
spretta flestra sagnanna er ljóðræn.
Nú álít ég að vísu, að bilið milli ljóðs og prósa verði aldrei
fyllt, en prósaljóð svonefnd hljóti jafnan að vera annað
tveggja: Ijóð, góð eða vond eftir atvikum, eða að öðrum kosti
slæmur prósi. Hins vegar eru þess mörg dæmi á ýmsum tím-
um, að Ijóð og prósi þiggja hvort hjá öðru og yngja hvort
annað upp. Ungu höfundarnir láta sér hægar um stóra við-
burði og spennandi atburðarás en áður hefur tíðkazt. Þeir
virðast ætla sögunni æ meir að flytja eintal sitt og einkamál.
Um leið hafa þeir fært umdæmi sögunnar langt út fyrir anek-
dótuna og skrýtluna.
Fjarri fer því, að ég vilji gera lítið úr hæfileikanum að búa
til sjálfstæða uppistöðu að sögu og láta mikið gerast. Sá
hæfileiki er einkennilega fáum gefinn. Og samt er hann að-
eins minni háttar gáfa, einn sér.
Að segja góða sögu er auðvitað hvorki léttara né þyngra
en að gera gott kvæði eða góða skáldsögu. En jafnvel léleg
skáldsaga er tímafrek, og á hinn bóginn er meiri freisting
að kveðja sér hljóðs í smásögu en Ijóði: það virðist af svo
miklu að taka, „lífið" er alltaf að leggja mönnum söguefni
upp í hendumar. Þeir gæta þess ekki, að söguefnið, fyrir-
myndin, skiptir minnstu máli; sagan verður hvergi til nema
í ímyndun höfundar.
Satt er það, að til eru öfgar á báðar hendur. Atburðasagan
verðut stundum ekkert nema fyrirgangur. Og hin ljóðræna
smásaga það mikið einkamál, þegar verst lætur, að hún
skiptir fáa eða enga máli, nema höfundinn. En einhvers staðar