Árbók skálda - 01.12.1955, Side 14

Árbók skálda - 01.12.1955, Side 14
12 — Spurðu ekki mig, það ert þú sem ræður. — Ég hélt nú, að það værir þú sem réðir venjulega. — Nei, þú átt að ráða í kvöld. Einhver þrái og annarleg eftirvænting greip hann og gerði hann óróan. Það var í hennar valdi að leysa hann úr þessum álögum, hún sem aðeins með einu orði gæti látið þau finnast, hverfa hvort til annars .... — Mér er alveg sama. — Nei, þú átt að ráða, sagði hann snöggt og saug upp í nefið um leið til að leyna geðshræringunni, sem gagntók hann svo algjörlega. Hann fann, að það var mikið undir þessum úrslitum komið. Hún yrði að segja það kalt og án umbúða, að hún vildi helzt af öllu fara heim með honum, að allt annað skipti ekki máli. Svo heil og sterk, að hún gæti frelsað hann — — Eigum við, hún dró að ljúka setningunni, eigum við að koma suður í garðinn, við höfum ekki komið þangað frá því snemma í vor? — Æ, þangað langar mig ekkert, það er hvergi hægt að sitja, grasið er svo blautt. — Hvað þá, spurði hún vonsvikin í málrómnum. — Ég vil að þú ráðir, sagði hann ekki alveg úrkula vonar. — Eigum við þá að koma til Tótu og Bjarna? Við höfum ekki heimsótt þau langa lengi? — Æ, ég nenni því ómögulega, auk þess er ekki víst að Bjarni sé heima. En það var komin einhver ólund í hana, hún þagði og horfði niður í götuna. — Við skulum þá koma suður í garð, sagði hann eftir dálitla þögn, en vissi um leið, að samþykki hans kom of seint. — Nei, mig langar annars ekkert suður í garðinn, svaraði hún hálf-stúrin og horfði frá honum út á tjörnina. — Jú, það væri reyndar anzi gaman að koma suður í garð, laug hann og reyndi að vera innilegur. En eitthvað hafði brostið, einhver grunntónn orðið falskur. Þau gengu þegjandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.