Árbók skálda - 01.12.1955, Page 44
42
held ég nú. ... Maður verður bara að lifa í voninni um að
sjá það allt seinna, þegar. ... (Hlær lágt; talar enn lægra)
Ha-a? Ó, skammastu þín að segja þetta, elsku Þura mínl ...
Um hann Pál? Nei, ekki frekar en um köttinn minn. Svei mér
þá! ... Ha? ... Onei. Það er nú ekki eins og hann sé ungur
lengur — og ég svosem ekki heldur. Þegar menn eru farnir
að nálgast sextugt eru þeir nú ekki svo erfiðir að maður þurfi
að hafa eft-ir-lit, hahahaha! ... Nei! ... Ahahajá, er það
ekki? ... (Alvarleg á ný. Stynur. Talar hærra) Ó, já! Full-
orðinsárunum fylgir svo sannarlega það andlega og líkam-
lega jafnvægi sem mann skortir meðan maður er ungur. ...
Ha? ... Heilsa hans? Hún er orðin sæmileg, má segja. Hann
hefur samt óefað gott af að fara þetta, þó ekki sé nema í einn
mánuð. Hann er búinn að sitja inni við í allt sumar. ... ]á. ...
Þetta verða þeir að hafa þessir lærðu menn. Þeirra vinna er
svosem ekkert hollari en verkamannanna, ég segi það bara.
... Ha? ... Iá, minnstu ekki á veðrið, maður guðs og lifandi!
... Ég held honum veiti ekki af að fá dálítinn sumarauka. ...
(Viðtalið stóð reyndar yfir röskum hálftíma lengur. En þá
kom sá ferðbúni heim.)
4
Spáin rættist. Það var flogið.
I hráslaga flugstöðvarinnar árla morguns mælti frúin lágt,
full umhyggju: Og gættu þín nú Páll minn, þú ert svo óvanur
að ferðast. Það er sama þótt þú hafir verið í Ameríku fyrir
þrjátíu og fimm árum, það er allt breytt frá því sem var. Og
í guðanna bænum farðu vel með gjaldeyririnn. (Blíðlega)
Ég veit þú gerir það, ástin mín. ... Að hverju ertu að gá?
Maðurinn hafði engu svarað orðum konu sinnar, en losað
veskið úr brjóstvasa sínum, æðrulaus að vanda, og tekið til
að leita í því.
Þú ert þó ekki búinn að týna passanum eða farmiðanum?
spurði eiginkonan.