Árbók skálda - 01.12.1955, Page 45
43
Augum deplað, og svarað lágt: O-neinei.
En hvað — gjaldeyrinum kannske?
Stundarlöng þögn og áfram leitað í veskinu, rólega og að
því er virtist af rælni (en umfram allt æðrulaust). Frúin, sem
ekkert svar fékk, annað en o-neinei, gat hinsvegar ekki betur
séð en að passi, farmiði og gjaldeyrir væru þarna á réttum
stað, auk ýmislegs annars.
Svona. Láttu ekki tollinn bíða eftir þér Páll minn, sagði hún
að lokum.
O-jújú, tautaði maðurinn lágt og deplaði augum.
Hann fletti í veskinu enn um stund, en hlaut samt að hætta
því fyrr eða síðar, hlýðnast tollinum og kveðja konu sína og
dóttur.
5
Uss, að sjá þetta rusl! kvað við í þeirri sextán vetra þegar
henni varð litið á skrifborð föður síns; hann hafði skilizt við
það í óreiðu.
Hverslags orðbragð er þetta! Gættu þess að safna ekki
glæparitarusli kringum sjálfa þig, svaraði frúin móðir hennar.
Þetta var um hádegisbil, og aftur pípti septemberregninu í
luntalegum hrinum útifyrir gluggunum.
En að máltíð lokinni — sem óneitanlega bar venju fremur
daufan svip, því einum var færra við borðið — gekk frúin
inn í skrifstofu manns síns og lagaði til á borðinu þær bækur
og pappíra sem lágu með öðrum og ósnyrtilegri hætti en
tíðkaðist í þessu reglusama húsi. Það var ekki stundar verk.
Vonandi hann Páll minn hafi nú engu gleymt, mælti hún við
sjálfa sig um leið og hún smeygði síðustu plöggunum í skjala-
möppu á borðinu, en rak þá augun í blað þeirrar tegundar,
er kom henni spánskt fyrir sjónir þarna á skrifborði þessa
lærða manns. Fljótt mátti sjá, að þar var úrklippa úr erlendu
riti, að vísu fljótfæmislega rifin úr stærra blaði, eftir trefjunum
að dæma með jöðrum fram. Á vinstrahomi ofanverðu var