Árbók skálda - 01.12.1955, Page 48

Árbók skálda - 01.12.1955, Page 48
46 stéttinni, taldi skrefin, sem hann þurfti að taka til að komast vissa götu á enda, taldi gluggana á húsunum, og þegar hann var kominn heim, taldi hann þrepin í stiganum. Þau voru 79, og hann hafði oft talið þau áður. Stundum heyrði hann nafnið sitt hvíslað úti í myrkrinu, og það brakaði í gólfinu eins og gengið væri eftir því og stað- næmzt, þar sem hann lá með breitt upp fyrir höfuð. Einhver beygði sig niður yfir hann og smaug inn í hann eins og raf- straumur, og þegar hann gerði hugstola tilraun til að signa sig og hafa yfir faðirvorið, uppgötvaði hann sér til skelfingar að hann mundi ekki, hvort menn eiga fyrst að leggja höndina á ennið eða brjóstið, eða hvað kom næst á ettir „Faðir vor þú, sem ert á himnum". Stundum slökkti hann ekki fyrr en í morgunskímunni, og heyrði klukkuna hinumegin við þilið slá fjögur. Þá var risinn nýr dagur andspænis þeim liðna eins og tómur búðargluggi, sem speglar sig í öðrum tómum búðarglugga, og hann varð að beita sig hörku til að nenna í fötin. Eiginlega var það ekkert sérstakt, sem fyrst vakti grunsemd hans. En hann tók eftir því, að kunningjamir voru famir að sneiða hjá honum og fólk var farið að stjaka við honum og reka í hann olnboga, þegar hann stanzaði fyrir framan búð- arglugga. Og svo uppgötvaði hann allt í einu að menn vom íarnir að glápa á hann og slá hring um hann með augunum eins og þeir vildu króa hann inni. Þá fyrst fór hann að verða órólegur og spyrja sjálfan sig, hvað væri eiginlega á seyði. Eins langt og hann vissi hafði hann ekki framið neina óhæfu og ekki gert á hluta nokkurs þeirra, svo andúðin hlaut að vera byggð á tómum misskiln- ingi, að þeir tækju hann í misgripum fyrir einhvern annan en hann var. Honum datt í hug, að það kynni að stafa af því, að hann var snoðklipptur, að menn tækju hann kannski fyrir afbrota- mann, strokufanga eða fyrrverandi tukthúslim, og þá ákvað hann að ganga með hatt á meðan hárið væri að vaxa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.