Árbók skálda - 01.12.1955, Síða 48
46
stéttinni, taldi skrefin, sem hann þurfti að taka til að komast
vissa götu á enda, taldi gluggana á húsunum, og þegar
hann var kominn heim, taldi hann þrepin í stiganum. Þau
voru 79, og hann hafði oft talið þau áður.
Stundum heyrði hann nafnið sitt hvíslað úti í myrkrinu, og
það brakaði í gólfinu eins og gengið væri eftir því og stað-
næmzt, þar sem hann lá með breitt upp fyrir höfuð. Einhver
beygði sig niður yfir hann og smaug inn í hann eins og raf-
straumur, og þegar hann gerði hugstola tilraun til að signa
sig og hafa yfir faðirvorið, uppgötvaði hann sér til skelfingar
að hann mundi ekki, hvort menn eiga fyrst að leggja höndina
á ennið eða brjóstið, eða hvað kom næst á ettir „Faðir vor
þú, sem ert á himnum". Stundum slökkti hann ekki fyrr en
í morgunskímunni, og heyrði klukkuna hinumegin við þilið
slá fjögur. Þá var risinn nýr dagur andspænis þeim liðna
eins og tómur búðargluggi, sem speglar sig í öðrum tómum
búðarglugga, og hann varð að beita sig hörku til að nenna
í fötin.
Eiginlega var það ekkert sérstakt, sem fyrst vakti grunsemd
hans. En hann tók eftir því, að kunningjamir voru famir að
sneiða hjá honum og fólk var farið að stjaka við honum og
reka í hann olnboga, þegar hann stanzaði fyrir framan búð-
arglugga. Og svo uppgötvaði hann allt í einu að menn vom
íarnir að glápa á hann og slá hring um hann með augunum
eins og þeir vildu króa hann inni.
Þá fyrst fór hann að verða órólegur og spyrja sjálfan sig,
hvað væri eiginlega á seyði. Eins langt og hann vissi hafði
hann ekki framið neina óhæfu og ekki gert á hluta nokkurs
þeirra, svo andúðin hlaut að vera byggð á tómum misskiln-
ingi, að þeir tækju hann í misgripum fyrir einhvern annan en
hann var.
Honum datt í hug, að það kynni að stafa af því, að hann
var snoðklipptur, að menn tækju hann kannski fyrir afbrota-
mann, strokufanga eða fyrrverandi tukthúslim, og þá ákvað
hann að ganga með hatt á meðan hárið væri að vaxa.