Árbók skálda - 01.12.1955, Side 49

Árbók skálda - 01.12.1955, Side 49
47 Fettubrettulegur búðarmaður valdi handa honum hattinn, kíkti á hann kvikum, mórauðum augum eins og hann væri eitthvert furðuverk, klappaði saman lófunum og sagði: Ele- gant. Þetta var grænn hattur með þrem marglitum fjöðrum upp úr bandinu vinstra megin, og búðarmaðurinn, sem talaði um sjálfan sig í fleirtölu, sagði að þeir gætu alveg sérstak- lega leyft sér að mæla með þessum hatti. Mórauð augun voru á stöðugu flökti um allt og alla og brosið eins og fólk brosir á auglýsingaspjöldum. Það var þannig að manni varð kalt af að horfa á það eins og maður sjálfur yrði einskonar pappaspjald með litarklessum. Að lokum sló hann inn hatt- kúfinn með flötum lófanum og sagði, að þetta brot væri nýj- asta tízka í New York. Þeir settu ókeypis brot í alla hatta, sem keyptir voru í verzluninni, sagði hann, það var einskonar kaupbætir. Það var ekki fyrr en hann var kominn út á götu með hatt- inn undir hendinni vafinn innan í bréf, að honum flaug í hug, að ástæðan fyrir fjandskap fólksins gæti verið önnur en sú, að hann var snoðklipptur. Það að hann var snoðklipptur, gat t. d. engan veginn verið orsök þess, að kunningjar hans viku úr vegi fyrir honum og heilsuðu honum með fingurgómunum og þóttust önnum kafnir, þegar hann heimsótti þá. Hann gekk lengi með hattinn undir hendinni, áður en hann áræddi að setja hann upp og sjá, hvaða áhrif það hefði á fólkið. Eftir allt saman reyndist orsökin ekki sú, að hann var snoð- klipptur, og þó kastaði tólfunum, þegar hann reyndi að brosa elskulega framan í þá, sem hann mætti. Það var sama sting- andi sólskinið á gangstéttunum og veggjum húsanna, og hundarnir stóðu á öndinni eins og áður. Hinsvegar var eins og hatrið og fjandskapurinn í kring um hann hefði magnazt um helming, eins og menn ættu nú erfið- ara með að sitja á sér en áður, og olnbogaskotin og hrind- ingarnar voru ekki lengur dulbúnar, því að menn þyrftu að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.