Árbók skálda - 01.12.1955, Síða 56
54
Það er auðheyrt á Gvendi að hann býst hálft í hvoru við
að ég rjúki upp um hálsinn á honum og kyssi hann, og þess-
vegna kemur það kannski dálítið flatt upp á hann þegar ég
segi að vafalaust sé vélin mesta þing, og að sjálfsögðu sé ég
honum ákaflega þakklátur fyrir hugulsemina, en eins og hann
viti, þá sé ég bara verkamaður hjá Símanum og kannski til
flestra hluta betur fallinn en að safna viðskiptavinum fyrir
þýzka verðlaunavél. En, segi ég, ég skal nú samt hugleiða
þetta í nokkra daga og láta þig vita ekki seinna en á laugar-
dag, ef þú vilt gefa mér svo langan umhugsunarfrest. Ég segi
þetta þegar ég sé vonbrigðin á andlitinu á Gvendi, þó að ég
sé eins og gefur að skilja strax búinn að gera það upp við
mig að ég hafi ekki skap í mér til þess að safna skítugum
vinnubuxum fyrir einn eða neinn og kannski allra sízt fyrir
Gvend í Bót.
Jæja, það hýmar yfir honum þegar ég bið um frestinn, og
þegar við erum búnir að gefa hvorum öðrum fáeinar viðbót-
arupplýsingar um veðrið og dýrtíðina svona fyrir kurteisis-
sakir, þá stíg ég út úr sérvolettinum og Gvendur kveður mig
með handabandi og vinkar, og mikið hvort hann tekur ekki
ofan um leið og hann ekur af stað. Svo sýnist strákunum að
minnsta kosti, og það sem eftir er dagsins má ég hafa það að
þeir taki ofan fyrir mér í hvert skipti sem ég gægist upp úr
skurðinum.
Daginn eftir þegar þeir eru hættir þessum fíflalátum og
þegar ég lendi í holu með Inga upp úr kaffinu, spyr ég hann
hvað í veröldinni hann ætli að gera við 3000 krónur. Ingi er
myndarlegur tuttugu og þriggja ára piltur og ósköp hægur
og dagfarsgóður. Hann er tiltöiulega nýr hjá Símanum, og
mér er kunnugt um að hann er búinn að vera giftur í rúmlega
ár og á tveggja herbergja kjallaraíbúð við Rauðarárstíg með
aðgangi að þvottahúsi. Ég hef séð konuna hans tvisvar þrisvar
sinnum þegar hún heimsækir hann með barnavagninn í vinn-
una, og það er grönn sviphrein stúlka með alveg óvenjulega
stór og greindarleg augu. Það þarf ekki nema meðalsjón til