Árbók skálda - 01.12.1955, Page 57

Árbók skálda - 01.12.1955, Page 57
55 þess að sjá að Ingi og konan hans eru ákaflega ástfangin, og við stríðum honum stundum með því þegar vel liggur á okkur. Ingi er einn af þessum lánsömu mönnum, sem setja markið ekki hærra en svo að þeir sjá vel til þess, og þegar hann biður mig að lána sér 3000 krónur og er augsýnilega ramm- asta alvara, þá rek ég upp stór augu, því að það gerir meðal annars gæíumuninn á honum og flestum jafnöldrum hans að hann lifir ekki um efni fram og býr ánægður að sínu og á ástríka heimakæra eiginkonu og þar fram eftir götunum. Ég sé líka að Inga líður skelfing illa innan í sér þegar hann hreyfir þessu með lánið, eins og hann sé hræddur um að valda mér vonbrigðum, og þessvegna er það kannski að þegar við lendum þarna saman í holunni daginn eftir, þá byrjar hann að glápa upp í loftið og ræskja sig og hósta, og svo leysir hann frá skjóðunni. Þetta kemur alveg eins flatt upp á hann og mig, segir hann, og hann getur lagt eið að því hvenær sem er að hann og konan velta fyrir sér hverjum eyri. Hann hefur ekki keypt sér föt í þrjú ár, og hún Ásta — já, það vita nú allir hvernig hún er, segir Ingi. En hvemig eiga þau að reikna með því svona nýgift, spyr hann, og eftir að vera búin að lesa Ástalíf hjóna spjaldanna á milli, að barnið geri sér bara lítið fyrir og komi eftir tæpra átta mánaða hjónaband? Ur því það er nú einu sinni komið, segir Ingi, þá er enginn að neita því að það er afskaplega gaman að eiga það, en, segir hann, eins og hann sé að segja mér einhver tíðindi, það er dýrt að eign- ast barn, og ætli þau hafi ekki þegar allt er tínt til orðið fyrir einum 1500 króna skelli? Svo er hann írá vinnu í tíu daga eins og ég man kannski, og þegar allt kemur til alls, segir Ingi að lokum, þá hefur þetta snúizt þannig í höndunum á honum og konunni, að í stað þess að eiga 3117 krónur til þess að inna af hendi þessa árlegu afborgun af íbúðinni, þá eiga þau, segir hann og skrifar, hundrað tuttugu og þrjár krónur sjötíu og fimm aura.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.