Árbók skálda - 01.12.1955, Page 58

Árbók skálda - 01.12.1955, Page 58
56 Jæja, það þarf engan hagfræðing til þess að segja mér að yfir Inga og heimili hans vofir algert gjaldþrot, og þegar ég spyr hann hvenær hann eigi að borga þessar 3117 krónur og hann segir á mánudaginn kemur fyrir klukkan þrjú, þá finnst mér ekkert skrítið þó hann beri sig illa. Ég veit að ef hann missir íbúðina, þá er hann búinn að missa gæfuna og kannski hjónabandssæluna með, því að ég veit af eigin reynslu að ef ég ætti ekki íbúðina sem ég á, þá byggi ég í einum af þess- um djöfuls bröggum. Ég er ekki að áfellast Póst og Síma og ég hef ekkert upp á bæjarsímastjórann að klaga nema síður væri, en menn þurfa ekki að fara í neinar grafgötur með það að þegar ég er búinn að borga skattinn og útsvarið og sjúkra- samlagið og tryggingarnar og útvarpsgjaldið og rafmagns- gjaldið og olíuna og ditten og datten, þá á ég eftir 2000 krónur á mánuði fyrir grautnum og görmunum, og hvar hefði ég þá efni á að búa nema í bragga ef ég ætti ekki íbúðina? Mér finnst satt að segja ekkert skrítið þó að Ingi sé orðinn svo ringlaður í kollinum af áhyggjum að honum detti önnur eins fjarstæða í hug og að ég eigi 3000 krónur, og ég hef mikla og vaxandi samúð með honum þegar kemur fram á miðvikudag og fimmtudag og föstudag og hann er engu nær því að eiga 3000 krónur heldur en Áburðarverksmiðjuna. Ég hef svo djúpa samúð með honum að ég fæ mér frí eftir hádegi á fösíudag, þó ég hafi engin efni á því, og heimsæki ýmsa nafntogaða fjármálamenn, en þó þeir séu ákaflega kurteisir og finni nærri því eins sárt til með Inga og ég, þá kemur upp úr kafinu að þeir eru allir með tölu að ávaxta fé fyrir einhverja herjans okrara, sem selja 3000 króna lán á 6000 krónur, og fjármálamennimir geta ekki hjálpað Inga þó þeir séu allir af vilja gerðir. Einn þeirra segir mér auk þess í óspurðum fréttum að ég geti alveg eins sparað mér þessi hlaup úr því veðrétturinn í íbúðinni hans Inga sé fastur, því að jafnvel þó hann grípi til þess örþrifaráðs að bjóða 6000 krónur í 3000 krónur, þá séu herjans okrararnir svo forstokkaðir að þeir selji ekki nema gegn öruggri tryggingu, og kannski sízt verka-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.