Árbók skálda - 01.12.1955, Qupperneq 58
56
Jæja, það þarf engan hagfræðing til þess að segja mér að
yfir Inga og heimili hans vofir algert gjaldþrot, og þegar ég
spyr hann hvenær hann eigi að borga þessar 3117 krónur og
hann segir á mánudaginn kemur fyrir klukkan þrjú, þá finnst
mér ekkert skrítið þó hann beri sig illa. Ég veit að ef hann
missir íbúðina, þá er hann búinn að missa gæfuna og kannski
hjónabandssæluna með, því að ég veit af eigin reynslu að ef
ég ætti ekki íbúðina sem ég á, þá byggi ég í einum af þess-
um djöfuls bröggum. Ég er ekki að áfellast Póst og Síma og
ég hef ekkert upp á bæjarsímastjórann að klaga nema síður
væri, en menn þurfa ekki að fara í neinar grafgötur með það
að þegar ég er búinn að borga skattinn og útsvarið og sjúkra-
samlagið og tryggingarnar og útvarpsgjaldið og rafmagns-
gjaldið og olíuna og ditten og datten, þá á ég eftir 2000 krónur
á mánuði fyrir grautnum og görmunum, og hvar hefði ég þá
efni á að búa nema í bragga ef ég ætti ekki íbúðina?
Mér finnst satt að segja ekkert skrítið þó að Ingi sé orðinn
svo ringlaður í kollinum af áhyggjum að honum detti önnur
eins fjarstæða í hug og að ég eigi 3000 krónur, og ég hef
mikla og vaxandi samúð með honum þegar kemur fram á
miðvikudag og fimmtudag og föstudag og hann er engu nær
því að eiga 3000 krónur heldur en Áburðarverksmiðjuna. Ég
hef svo djúpa samúð með honum að ég fæ mér frí eftir hádegi
á fösíudag, þó ég hafi engin efni á því, og heimsæki ýmsa
nafntogaða fjármálamenn, en þó þeir séu ákaflega kurteisir
og finni nærri því eins sárt til með Inga og ég, þá kemur upp
úr kafinu að þeir eru allir með tölu að ávaxta fé fyrir einhverja
herjans okrara, sem selja 3000 króna lán á 6000 krónur, og
fjármálamennimir geta ekki hjálpað Inga þó þeir séu allir
af vilja gerðir. Einn þeirra segir mér auk þess í óspurðum
fréttum að ég geti alveg eins sparað mér þessi hlaup úr því
veðrétturinn í íbúðinni hans Inga sé fastur, því að jafnvel þó
hann grípi til þess örþrifaráðs að bjóða 6000 krónur í 3000
krónur, þá séu herjans okrararnir svo forstokkaðir að þeir
selji ekki nema gegn öruggri tryggingu, og kannski sízt verka-