Árbók skálda - 01.12.1955, Page 65
63
Ekki viltu víst verct svo góður að opna það og aðgæta hvort
það sé mynd í því? segi ég.
Gvendur segir sjálfsagt og biður mig að bíða, og eftir stund-
arkorn kemur hann aftur í símann og segir jú, það sé mynd
í umslaginu. Ljósmynd, segir Gvendur. En heyrðu, væni, bætir
Gvendur við, hvað er ég að gera á þessari mynd?
Það er ekki von þú áttir þig á því, Gvendur minn, segi ég,
það er svo langt síðan hún var tekin. En hún er tekin á Siglu-
firði fyrir tíu árum, og stúlkumar, sem við erum með í fang-
inu, heita Lóa og Sigga, og þetta, sem við erum með á milli
hnjánna, eru svartadauðaflöskur, og mig minnir, segi ég, að
við höfum farið á ball á eftir og lent í einhverju klandri við
dyravörðinn.
Nú verður örstutt hlé á samtalinu, sem ég nota til þess að
rétta Inga við á stólnum, en svo segir Gvendur allt í einu að
mikið ljómandi sé þetta falleg og kúnstnerisk mynd og mikið
sé hann hrifinn af henni. Viltu ekki gefa mér hana, segir
Gvendur, svona upp á gamlan kunningskap?
Æ, það er nú verra, Gvendur minn, segi ég. Ég er að hugsa
um að selja hana.
En hver heldurðu vilji kaupa svona litla mynd, segir Gvend-
ur, og hverjir heldurðu að kunni að meta svona fallega og
kúnstneriska mynd nema kannski þeir, sem eru á henni?
Ég held að Vikublaðið kunni að meta svona fallega mynd,
Gvendur minn, segi ég, og þó að það sé alveg rétt hjá þér
að hún sé í minnsta lagi, þá er hægt að bæta úr því, segi
ég, því að ég á filmuna.
Og hvað gerist nú annað en það að Gvendur vill ólmur
kaupa filmuna og segist ekki mega til þess hugsa að myndin
lendi í höndunum á einhverjum og einhverjum, sem ekki
kunni að meta hana, og byrjar að bjóða í hana eins og vit-
laus maður. Það er ekki nokkur leið að koma fyrir hann vit-
inu, og það er svo mikið óðagot á honum að þegar hann
býður 200 krónur og mér verður á að ræskja mig, þá er