Árbók skálda - 01.12.1955, Side 70
68
öfugt. Einn okkar tekur stein* úr vegbrúninni og kastar honum
fyrir afturhjólið. Bifreiðin hnykkist á steininum er rennur
svarkandi nokkra þumlunga eftir hörðu hjólfarinu og stöðvast.
Bifreiðarstjórinn opnar hurðina, en farþeginn er enn að horfa
fram. Ég þekki vangasvipinn; grátt skeggið á efri vörinni,
bogið nefið og hreyfingu höfuðsins. Það hreyfir enginn höf-
uðið eins og þessi maður, snöggt og vísandi hökunni upp á
við. Hann er engu síður lárviðarbóndi en menn eru lárviðar-
skáld og lárviðar-hitt-og-þetta. Samt skiptir það kannski ekki
máli, meðan ég stend hér og hann er strandaður hér. Eri mér
er mjög hlýtt til hans af því hann hefur verið hvatning öðrum
bændum heima, er stundum þurfa að vaxa yfir höfuð ein-
hvers til að geta búið.
— Nú fór í verra, segir bifreiðarstjórinn. Hann er í bláum
nankínbuxum og mjög sveittur. Bóndinn fer út úr bifreiðinni
hinum megin og skellir hurðinni. Við þegjum af því okkur
er ekki með öllu ljóst að vegfarandinn er kominn á meðal
okkar; að hann hefur staðnæmzt skyndilega eftir að hafa
farið hjá í þykkum rykmekki, ókimnur og dálítið öfundaður
af að ferðast; nema þessir sveittu menn í vörubifreiðunum
sem stranda í brekkunni.
— Bremsumar blotnuðu, segir bifreiðarstjórinn og þurrkar
framan úr sér í olnbogabótinni.
— Hér er hægt að velta langt, segir vinur ráðskonunnar.
— Fari í helvíti, ef ég þarf að selflytja úr brekkunni, segir
bifreiðarstjórinn og horfir niður langa og bratta og stakstein-
átta hlíðina. Síðan glottir hann til vinar ráðskonunnar.
— Við skulum ýta, segir veghleðslumaðurinn.
— Sælir drengir, segir bóndinn og stendur allt í einu hjá
okkur. Hann horfir á mig eins og hina, en sýnir engin merki
þess hann þekki mig né hafi í hyggju að heilsa mér sérstak-
lega. 1 staðinn talar hann til alls hópsins og það er gott.
' — Þessi brekka hefur alltaf verið erfið drengir.
Hann er að bera aðra höndina upp í skeggið, bregður fingr-
um við vinstra munnvikið og strýkur út úr og það er fínn