Árbók skálda - 01.12.1955, Page 78
76
þannig lokað freistinguna úti. Nokkru síðar hafði hún slökkt
ljósið, háttað í myrkrinu og lagzt upp í kalt rúmið.
Ennþá skyldi hún vera sterk á svellinu, sýna eiginmanns*
nefnunni langlundargeð. Sannarlega verðskuldaði hann þó
ekki trúmennsku hennar — eins og heildsalinn hafði réttilega
sagt hér á dögunum.
... Já, hér á dögunum ...
Raunar hafði hún alls ekki ætlað að fara að rifja þetta upp
núna. En var hægt að búast við því, að hún gæti haldið hugs-
unum sínum í skefjum — líka?
Kannski hafði hún annars stigið feti of langt þá — það er
að segja hér á dögunum. Hún hafði enn ekki fullkomlega gert
það upp við samvizku sína. En heildsalinn hafði fullyrt, að
hún hefði sannarlega ekki hrasað meira á vegi dyggðarinn-
er en margar konur, sem lifa hamingjusömu hjónalífi.
En hvað um það. Síðan hafa þessi Ijósmerki frá glugga
heildsalans þráfaldlega borizt yfir húsasundið, þegar hún er
ein heima á kvöldin, og hún finnur, að þau koma henni úr
jafnvægi. Þau eins og ýta við einhverju innra með henni, og
kannski eru leiftrin frá minningum fyrstu hjónabandsáranna
aldrei skærari en einmitt þá.
Það var aumt hlutskipti fyrir tiltölulega unga konu að þurfa
að una sambúð með öðrum eins manni og hann var orðinn
— ræfillinn! En bágt á hún með að kasta honum á dyr. Hún
vill enn gefa honum tækifæri til þess að bæta ráð sitt. Hún
veit, að þrátt fyrir allt svallið er hann henni trúr. Það er svo
sem ekki mikil hætta á, að hann hafi mannrænu í sér til arín-
ars eins og. ... Nei, það er öruggt; ,svo vel þekkir hún hann
eftir öll sambúðarárin.
Konan stingur nálinni ótt og títt í línið, en handbragðið er
ofurlítið flausturslegt og fumkennt. Svo leggur hún saumana
frá sér á ný, tínir upp tvinnaenda og smápjötlur, sem fallið
hafa á gólfið, vöðlar þeim saman og kastar þeim í kola-
ofninn.