Árbók skálda - 01.12.1955, Side 81
79
það hneykslunarfull, þama yfir húsasundið, hve þessi kvik-
indi geti verið hvimleið og ógeðsleg, þegar þau séu í þessum
ham, og að varla sé það sómasamlegt frá heilbrigðislegu og
siðferðislegu sjónarmiði, að kettir skuli leyfðir í bænum.
En brátt leiðist samtalið inn á aðrar brautir. Bæði fá þau
að vita, að hvort um sig er orðið andvaka út af þessum ófétis
köttum — litlar líkur til þess, að þau geti sofnað fyrst um sinn;
og bæði eru þau ein — hvort á sínum stað. ... „Ojá, einver-
an getur svo sem tíðum haldið fyrir manni vöku, jafnvel þótt
engir kettir komi til," segir heildsalinn dapurlega — og konan
kennir í brjósti um hann.
1 svefnherbergi konunnar hefur ljósið verið slökkt fyrir góðri
stundu, þegar maður hennar skreiðist loksins heim. Fötin eru
horfin af stólnum, þar sem hún lagði þau nostursamlega frá
sér fyrr í nótt -— hún sjálf er horfin úr herberginu. En í her-
berginu hinum megin við húsasundið eru gluggatjöldin dregin
fyrir. Mjóa ljósrák leggur yfir húsasundið gegnum rifu milli
gluggatjaldanna, og ljósrákin er eins og strengt band eða
taug milli þessara tveggja ólíku herbergja.
Eiginmaðurinn er drukkinn að venju. Hann ranglar eins og
í móki um svefnherbergið. Glugginn stendur opinn, og vín-
blandan er í glasi á náttborðinu við rúmið, eins og hann
skildi við hana um morguninn. Það fyrsta, sem hann gerir,
þegar hann kemur inn í herbergið, er að tæma glasið. Svo
gengur hann að glugganum, reikull í spori, og lokar honum.
Loks fálmar hann eftir Ijósahnappnum og kveikir. Honum
verður litið á rúmið. Það er umbúið, en í því er engin kona
— heldur tveir kettir. Þeir hjúfra sig hvor að öðrum ofan á
miðri sænginni. Annar malar makindalega, en hinn nostrar
við sig.
Maðurinn slangrar að rúminu, þrífur í eitt sængurhornið og
sviptir sænginni með köttunum niður á gólf. Um leið hreytir
hann gremjulega út úr sér:
„Þvu, þessir kettirl"