Árbók skálda - 01.12.1955, Page 89
87
stýrishjólið og frammastrið, umleikið beljandi sælöðri og regni.
Báturinn sópast eins og drusla öldudal úr öldudal og vatns-
borðið í lestinni hækkar óðfluga: Mannslíkami á grúfu kemur
í ljós fram undan lúkarskappanum, það er vélamaðurinn.
„Líkafrón!" hrópar drengurinn. „Líkafrón!"
Vélamaðurinn gefur ekkert hljóð frá sér, hann hefur drukkn-
að í lúkarnum. Líkið skolast eftir dekkinu, slæst milli borða,
kastast upp á lunninguna; þar vegur vélamaðurinn salt eitt
andartak og hverfur síðan í hafið.
Vatnsborðið í lestinni er komið upp að lúgukarmi, og dreng-
urinn sér, að báturinn er að sökkva undir honum. Hann lok-
ar augunum og þrýstir sér fastar að mastrinu, fastar og fastar,
unz maður og mastur er sem samvaxið. — Þrumufleygur
sprengir himinhvolfið, tætir sundur loftið yfir bátnum með
brestandi gný; skær elding lýsir upp sökkvandi flakið og
skammt undan hvítfyssandi brimgarð og klettótta strönd.
Systurskip Bryndísar eru að tínast til hafnar fram að hádegi
næsta dag, meira eða minna löskuð. Bryndís ein er ókomin
um kvöldið, og menn eru að verða úrkula vonar um, að bát-
urinn sé enn ofansjávar. Þær eru orðnar margar dísirnar,
sem týnzt hafa í hafi, og hvert mannsbarn er slegið óhug.
Oveðrið geisar enn og ekki viðlit að hefja leit, fyrr en því
slotar.
1 húsinu uppi á höfðanum situr Kristrún og starir á ham-
farir hafsins, föl eins og liðið lík, næstum hvít eins og krít.
Regnið lemur utan húsið og öðru hvoru dynur sælöður á
rúðunum, er þung úthafsaldan brotnar á klettunum fyrir neð-
an höfðann. Andlitið er eins og gríma, andlitsdrættimir stjarf-
ir, varla mennskir lengur. Hún situr í myrkrinu alla nóttina
og bærir ekki á sér, fyrr en birtir af nýjum degi; þá skimar hún
í allar áttir. Veðrinu er slotað, en ekkert skip ber við sjón-
deildarhring, ekkert mastur — ekkert, hvert sem litið er.
Nokkra stund situr konan lömuð í stólnum, en tekur svo