Árbók skálda - 01.12.1955, Síða 89

Árbók skálda - 01.12.1955, Síða 89
87 stýrishjólið og frammastrið, umleikið beljandi sælöðri og regni. Báturinn sópast eins og drusla öldudal úr öldudal og vatns- borðið í lestinni hækkar óðfluga: Mannslíkami á grúfu kemur í ljós fram undan lúkarskappanum, það er vélamaðurinn. „Líkafrón!" hrópar drengurinn. „Líkafrón!" Vélamaðurinn gefur ekkert hljóð frá sér, hann hefur drukkn- að í lúkarnum. Líkið skolast eftir dekkinu, slæst milli borða, kastast upp á lunninguna; þar vegur vélamaðurinn salt eitt andartak og hverfur síðan í hafið. Vatnsborðið í lestinni er komið upp að lúgukarmi, og dreng- urinn sér, að báturinn er að sökkva undir honum. Hann lok- ar augunum og þrýstir sér fastar að mastrinu, fastar og fastar, unz maður og mastur er sem samvaxið. — Þrumufleygur sprengir himinhvolfið, tætir sundur loftið yfir bátnum með brestandi gný; skær elding lýsir upp sökkvandi flakið og skammt undan hvítfyssandi brimgarð og klettótta strönd. Systurskip Bryndísar eru að tínast til hafnar fram að hádegi næsta dag, meira eða minna löskuð. Bryndís ein er ókomin um kvöldið, og menn eru að verða úrkula vonar um, að bát- urinn sé enn ofansjávar. Þær eru orðnar margar dísirnar, sem týnzt hafa í hafi, og hvert mannsbarn er slegið óhug. Oveðrið geisar enn og ekki viðlit að hefja leit, fyrr en því slotar. 1 húsinu uppi á höfðanum situr Kristrún og starir á ham- farir hafsins, föl eins og liðið lík, næstum hvít eins og krít. Regnið lemur utan húsið og öðru hvoru dynur sælöður á rúðunum, er þung úthafsaldan brotnar á klettunum fyrir neð- an höfðann. Andlitið er eins og gríma, andlitsdrættimir stjarf- ir, varla mennskir lengur. Hún situr í myrkrinu alla nóttina og bærir ekki á sér, fyrr en birtir af nýjum degi; þá skimar hún í allar áttir. Veðrinu er slotað, en ekkert skip ber við sjón- deildarhring, ekkert mastur — ekkert, hvert sem litið er. Nokkra stund situr konan lömuð í stólnum, en tekur svo
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Árbók skálda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.