Árbók skálda - 01.12.1955, Side 113

Árbók skálda - 01.12.1955, Side 113
111 brot hið sctma og hvorugt rænir frá hinu. En ef ég yrði kyrr mundi ég öfunda ást þína, því að sjálfur ætti ég enga og ég færi að hata þig. Það er betra að ég niðurlægi sjálfan mig og fari. Drykkjurúturinn emjaði ámátlega og krafsaði í hurðina, eins og athvarfslaus hundur. Pilturinn þagnaði og þau hlustuðu bæði. Hún reis upp við dogg og strauk hárið frá enninu. Gleymdu ekki að skila lyklinum, sem ég fékk þér eitt sinn. Mundu að þú hefur tekið þíða ákvörðun og verður að standa við sjálfan þig, sagði hún, engin verður til að taka á móti þér, þó þú snúir sigraður heim og eigir ekkert athvarf. Vertu sæll. Hann hélt lyklinum nokkra stund í lófa sínum og horfði á hann eins og spákona rýnir í kaffibolla. Röddin varð að hvísli: Aðeins einu sinni í lífinu ertu ferðbúinn, tuldraði hann. Ef þú ferð ekki þá, ferðu aldrei. Skipin bíða ekki. Skip koma aldrei aftur. Seinna fara ný slcip og þá fara nýir menn. Vertu sæl. Hann mundi aldrei síðan, hvernig hann hafði kvatt hana, hann mundi aðeins eftir glamrinu, þegar lykillinn skall á glerplötunni á borðinu. Hann mundi óljóst, að hann var næstum hnotinn um blómsturpott á leiðinni niður stigann. Hann hneppti frakkanum upp f háls, þegar hann opnaði úti- dyrnar. Isköld vindhviða stóð í fangið á honum, regnið lamd- ist eins og hrísvöndur í andlitið. Hann hélt annarri hendi í hurðarhúninn og horfði út. Drykkjurúturinn hafði gefizt upp, örmagna og illa til reika hafði hann skreiðst upp á tröppurnar, lamið húsið utan og hrópað en oltið síðan niður á gangastéttina aftur og lá þar nú á bakið meðvitundarlaus og fann ekki lengur fyrir regn- inu, sem buldi á andliti hans og flakandi bringu, hárið klístr- að ofan yfir ennið, dökkir taumar lágu úr munnvikjunum út á fölar kinnamar, fötin öll auri ötuð. Pilturinn virti fyrir sér drykkjurútinn þar sem hann lá hreyf-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.