Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 113
111
brot hið sctma og hvorugt rænir frá hinu. En ef ég yrði kyrr
mundi ég öfunda ást þína, því að sjálfur ætti ég enga og ég
færi að hata þig. Það er betra að ég niðurlægi sjálfan mig og
fari.
Drykkjurúturinn emjaði ámátlega og krafsaði í hurðina, eins
og athvarfslaus hundur. Pilturinn þagnaði og þau hlustuðu
bæði. Hún reis upp við dogg og strauk hárið frá enninu.
Gleymdu ekki að skila lyklinum, sem ég fékk þér eitt sinn.
Mundu að þú hefur tekið þíða ákvörðun og verður að standa
við sjálfan þig, sagði hún, engin verður til að taka á móti
þér, þó þú snúir sigraður heim og eigir ekkert athvarf. Vertu
sæll.
Hann hélt lyklinum nokkra stund í lófa sínum og horfði á
hann eins og spákona rýnir í kaffibolla. Röddin varð að
hvísli:
Aðeins einu sinni í lífinu ertu ferðbúinn, tuldraði hann. Ef
þú ferð ekki þá, ferðu aldrei. Skipin bíða ekki. Skip koma
aldrei aftur. Seinna fara ný slcip og þá fara nýir menn. Vertu
sæl.
Hann mundi aldrei síðan, hvernig hann hafði kvatt hana,
hann mundi aðeins eftir glamrinu, þegar lykillinn skall á
glerplötunni á borðinu. Hann mundi óljóst, að hann var
næstum hnotinn um blómsturpott á leiðinni niður stigann.
Hann hneppti frakkanum upp f háls, þegar hann opnaði úti-
dyrnar. Isköld vindhviða stóð í fangið á honum, regnið lamd-
ist eins og hrísvöndur í andlitið. Hann hélt annarri hendi í
hurðarhúninn og horfði út.
Drykkjurúturinn hafði gefizt upp, örmagna og illa til reika
hafði hann skreiðst upp á tröppurnar, lamið húsið utan og
hrópað en oltið síðan niður á gangastéttina aftur og lá þar
nú á bakið meðvitundarlaus og fann ekki lengur fyrir regn-
inu, sem buldi á andliti hans og flakandi bringu, hárið klístr-
að ofan yfir ennið, dökkir taumar lágu úr munnvikjunum út
á fölar kinnamar, fötin öll auri ötuð.
Pilturinn virti fyrir sér drykkjurútinn þar sem hann lá hreyf-