Árbók skálda - 01.12.1955, Side 114
112
ingarlaus, aleinn og hjálparvana, aleinn eins og hræ á víða-
vangi. Ekkert virtist vanta nema að veita honum nábjargimar.
Pilturinn horfði enn einu sinn yfir vota gráa borgina. 1
austri grámaði af nýjum degi. Svo steig hann eitt skref aftur
á bak og lét dyrnar hægt aftur. Hann gekk ákveðinn rólegum
skrefum upp stigann, andlitsdrættirnir orðnir slakir og eðli-
legir. Löngu seinna, er hann sat að sumbli með félögum sín-
um, líkti hann hugarástandi sínu við tilfinningar manns, sem
hangið hefur á þakbrún brenndhdi húss, en vegur sig upp
á þakið á ný, í stað þess að láta sig falla í gínandi hyldýpið.
Hún grúfði andlitið ofan í koddann og leit ekki upp þegar
hann kom inn í herbergið. Hann fór að hneppa frá sér frakk-
anum án þess að mæla orð.
Hún lagði armana þegjandi um háls honum og þrýsti hon-
um að sér, kyssti vott andlit hans mörgum löngum kossum.
Köldum og blautum fannst honum þægilegt að finna ilm
hennar og hita. Hann fann hvernig hinn hamslausi, vitskerti
heimur dróst óðfluga saman eins og hringur, sem smækkar
og loks var eftir einn örlítill depill, sem þó var allt: þau tvö.
Hann lá í faðmi hennar og fann, að það var ekki hún, sem
hann hné að, heldur hiti þess báls, er logaði milli þeirra. Þau
lágu eins og tvær manneskjur, sem af tilviljun oma sér við
sama eld, en eiga annars ekkert sameiginlegt.
Hann þrýsti henni að sér og fann djúpan frið og lausn.
Ekkert skipti lengur máli. Þannig lágu þau lengi og hlustuðu
á regnið bylja á þakinu. Þau höfðu legið þannig lengi, þegar
hann tók eftir því, að hann var þyrstur og mundi þá eftir
því, að vínflaska var geymd í skápnum við rúmið. Hann los-
aði um faðmlögin og teygði sig eftir flöskunni, fékk sér sopa
og fann svölun, fékk sér annan og fann fró.
Þá greip stúlkan krampakenndu taki í öxl honum, svo að
hann kenndi til, og hann leit snöggvast við og sá í fyrsta sinn
ótta í augum hennar. Hann saup enn einn sopa í snatri og
stakk flöskunni í skápinn.