Árbók skálda - 01.12.1955, Side 119

Árbók skálda - 01.12.1955, Side 119
117 Hana, þarna slapp húsnúmerið á Laugavegi 70 upp fyrir Laugaveg 82. Forstjórinn gekk inn í einkaskrifstoíuna og hringdi. Aftur byrjaði hvinurinn frá ritvélinni, hár og gjallandi líkt og vélbyssuskothríð. Og hann hugsaði: Einkennilegt með þessar tvær ólíku raddir, önnur mjúk og hlý sem blíð atlot, hin tómlát og þreytt sem andvarp deyjandi manns. En hvernig sem hann hugsaði, var honum ómögulegt að skilja hin tvö ólíku hljómsvið einu og sömu raddarinnar. Þá kom forstjórinn fram, gekk til hennar með verkefni, lagði það á borðið fyrir framan hana og útskýrði málið, einkar vingjarnlegur með þetta hefðbundna, hlýja bros, sem alltaf fylgdi honum, og gaf honum virðulega, aðlaðandi framkomu. Og hann hélt áfram að raða reikningunum niður eftir Laugavegi, hægt og skipulega til að hlaupa ekki yfir, og til að spara sér spor. Þegar hann var búinn að láta síðasta reikninginn á sinn stað og ætlaði að loka töskunni, leit hann upp. Allt í einu var sem tíminn stæði kyrr, eins og eitthvað ósegjanlega þýðingarmikið stöðvaðist með djúpum sársauka innst í honum sjálfum. Hann fann blóðið þjóta fram í kinnar sér með svo þungum niði, að hann verkjaði í höfuðið; og hvemig sem hann reyndi, gat hann ekki hætt að stara, það var eins og tillit hans væri neglt við þennan eina stað. Hann sá, að hönd hennar hvíldi á handarbaki forstjórans, sá fingur hennar sveigjast undir lófa hans, iðandi kvika, langa og mjúka líkt og orma í grasi. Það var eins og eitthvað herptist saman í brjósti hans, eitt- hvað sem líktist þrýstingi eða sámm, kveljandi bruna. Aldrei fyrr hafði hann séð þennan svip á andliti hennar, þetta undarlega sambland gleði og sársauka, aldrei þessa litríku, biðjandi fegurð í sægrænum augum hennar. Og þessi stund var honum eilíf og óskiljanlega kvalafull. Allt í einu, og mjög hranalega, kippti forstjórinn að sér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.