Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 119
117
Hana, þarna slapp húsnúmerið á Laugavegi 70 upp fyrir
Laugaveg 82.
Forstjórinn gekk inn í einkaskrifstoíuna og hringdi.
Aftur byrjaði hvinurinn frá ritvélinni, hár og gjallandi líkt
og vélbyssuskothríð. Og hann hugsaði:
Einkennilegt með þessar tvær ólíku raddir, önnur mjúk og
hlý sem blíð atlot, hin tómlát og þreytt sem andvarp deyjandi
manns. En hvernig sem hann hugsaði, var honum ómögulegt
að skilja hin tvö ólíku hljómsvið einu og sömu raddarinnar.
Þá kom forstjórinn fram, gekk til hennar með verkefni, lagði
það á borðið fyrir framan hana og útskýrði málið, einkar
vingjarnlegur með þetta hefðbundna, hlýja bros, sem alltaf
fylgdi honum, og gaf honum virðulega, aðlaðandi framkomu.
Og hann hélt áfram að raða reikningunum niður eftir
Laugavegi, hægt og skipulega til að hlaupa ekki yfir, og til
að spara sér spor. Þegar hann var búinn að láta síðasta
reikninginn á sinn stað og ætlaði að loka töskunni, leit hann
upp.
Allt í einu var sem tíminn stæði kyrr, eins og eitthvað
ósegjanlega þýðingarmikið stöðvaðist með djúpum sársauka
innst í honum sjálfum. Hann fann blóðið þjóta fram í kinnar
sér með svo þungum niði, að hann verkjaði í höfuðið; og
hvemig sem hann reyndi, gat hann ekki hætt að stara, það
var eins og tillit hans væri neglt við þennan eina stað.
Hann sá, að hönd hennar hvíldi á handarbaki forstjórans,
sá fingur hennar sveigjast undir lófa hans, iðandi kvika,
langa og mjúka líkt og orma í grasi.
Það var eins og eitthvað herptist saman í brjósti hans, eitt-
hvað sem líktist þrýstingi eða sámm, kveljandi bruna.
Aldrei fyrr hafði hann séð þennan svip á andliti hennar,
þetta undarlega sambland gleði og sársauka, aldrei þessa
litríku, biðjandi fegurð í sægrænum augum hennar. Og þessi
stund var honum eilíf og óskiljanlega kvalafull.
Allt í einu, og mjög hranalega, kippti forstjórinn að sér