Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 134
132
talsins, og ég mæti jafnan kúahópnum utan við túngarðinn,
og ég stanza og horfi á Skrautu og segi til hennar í huganum:
Bráðum kemur þú heim, Skrauta mín, senn er fallega, litla
fjósið þitt tilbúið. — Og þegar heim kemur, spyr konan jafnan
um Skrautu, eins og um ástvin sé að ræða, og þegar ég segist
hafa séð hana, syngur hún um hana við drenginn.
Loks er fjósið tilbúið. Öllum hefilspónum, sagi og rusli er
sópað saman og tekið á brott, unz fjósið er orðið hreint eins
og stofa. Þá er mál að sækja Skrautu.
Það er á sunnudagsmorgni, að við húsbóndi minn förum
að Garði í þeim erindum að sækja Skrautu. Veður er hið
fegursta, svo sem verið hafði hinn fyrsta morgunn minn á
býlinu á ströndinni. Húsbóndi minn heldur á múl úr nýjum
kaðli í hendi sér, vandlega uppgerðum í snotra hönk. Ég
hafði horft á hann gera þennan múl kvöldinu áður, velkja
kaðalinn í höndum sér og mýkja, eins og hann ætti að leggj-
ast að ungmeyjarvanga. — Ég held á mjólkurbrúsanum. Gert
er ráð fyrir, að við tökum Skrautu eftir morgunmjaltimar, en
drengurinn þarf að fá mjólkursopann sinn um daginn.
Að Garði er rúmur hálftíma gangur. Þetta er gamalt höfuð-
ból vestan við hraunjaðarinn, víðlend tún allt um kring og
margar hjáleigur, er allar bera kotaheiti. 1 Garði er gróið bú
og góð efni og fombýlt. Við göngum út af hraunjaðrinum,
yfir mýrina og vestur hjáleigutúnin. Húsbóndi minn er þögull,
eins og hann sé í þönkum, stígur þungt til jarðar og stikar.
Kaðalhönkin í hendi hans slæst með föstum takti, er hann
gengur. Ég trítla á eftir og á fullt í fangi með að fylgja honum.
Við komum að Garði, áður en mjöltum er lokið. Bóndi er
úti við. Hann er maður þykkur á vöxt og fattur, stuttur og
tekinn allmjög að reskjast, snöggur í máli. Hann tekur kveðju
okkar. Síðan bíður harin átekta, stingur höndum undir buxna-
strenginn neðan við vestið, kiprar hvarmana og einblínir í
fjarskann, eins og hann sé að gá til veðurs. Hann er snögg-
klæddur og hefur ekki rakað sig.
„Þá er ég kominn eftir kúnni," segir húsbóndi minn.