Árbók skálda - 01.12.1955, Page 142
I
140
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON. F. 18. ctpríl, 1926, að Gilhaga, Lýtingsstaða-
hreppi í Skagafirði. Fluttist 13 óra til Akureyrar og átti þar heima í tlu
ár. Búsettur I Reykjavík síðan. Hefur stundað verslunarstörf, bifreiða-
akstur og blaðamennsku. Rit: Sæluvika; Sjötíu og níu af stöðinni, skáld-
saga, 1955. Að enduðum löngum degi kom áður í jólablaði Tímans, en
hér birtist hún nokkuð breytt ,,og á efir að breytast enn", segir höf.
INGÓLFUR KRISTJÁNSSON. F. 12. desember, 1919, Hólslandi, Eyjahreppi,
Hnappadalssýslu. Lauk prófi við Iðnskólann í Reykjavík. Hefur stundað
blaðamennsku og önnur ritstörf síðan 1942. Ritstjóri tímaritsins Hauks
1952—'54. Rit:' Dagmál, æskuljóð, 1941; Eldspýtur og títuprjónar, smá-
sögur, 1947; ■ Birkilauf, kvæði, 1948; Syndugar sálir, smásögur, 1952;
Harpa minninganna, 1955; Listamannaþættir, 1955.
JÓHANNES HELGI Jcnsson. F. 5. sept. 1926 í Reykjavík, sonur Jónínu Jóhann-
esdóttur og Jóns Matthíassonar. Skólamenntun: Samvinnuskólinn. Jó-
hannes hefur fengizt við margvlsleg störf, m. a. skrifstofustörf, siglingar
og fiskveiðar ýmis konar, síld-, tog- og hvalveiðar, en er nú starfsmaður
við ræðuritunina á Alþingi. Eftir hann liggja sögur, greinar og leik-
þættir, sumt flutt í útvarp, annað birt í blöðum og tímaritum, t. d. Eimreið-
inni og Sjómannablaðinu Víkingi. Saga sú sem hér birtist var prentuð
í Eimreiðinni. Hefur verið þýdd á ensku, finnsku, grísku og flæmsku.
Jóhannes mun eiga um 10 sögur I handriti.
JÓN DAN. F. 10. marz, 1915, að Brunnastöðum, Vatnsleysuströnd. Lauk verzl-
unarskólaprófi 1933. Er nú starfsmaður hjá ríkisféhirði. Hlaut fyrstu verð-
laun fyrir smásögu I verðlaunasamkeppni Samvinnunnar 1955 og fyrstu
verðlaun I verðlaunasamkeppni Helgafells sama ár.
JÓN ÓSKAR. Sjá Árbók '54.
JÖKULL JAKOBSSON. F. 14. október 1933, Nesi í Norðfirði. Foreldrar: Séra
Jakob Jónsson og Þóra Einarsdóttir. Fluttist með foreldrum slnum fil
Kanada 1935 og átti þar heima I 5 ár. Stúdent I Reykjavík 1953. Las
leikhússögu við Vínarháskóla 1953—'54. Innritaðist I guðfræði við Há-
skóla íslands 1954. Rit: Tæmdur bikar, skáldsaga, 1951. Smásögur I
tímaritum.
KRISTJÁN BENDER. F. 26. marz 1915, Borgarfirði eystra. Foreldrar: Carl C.
Bender og Sesselja Ingvarsdóttir. Lauk prófi frá Eiðum 1934. Dvaldi vet-
urinn 1946 við nám I Danmörku, og hefur ferðast nokkuð um nágranna-
löndin, svo sem Svíþjóð, Þýzkaland og England. Hefur stundað ýmis