Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 17

Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 17
1 o sjónir, að yfirleitt kærir hann sig ekki um að tala um það eða sýna; hann á það einn manna. Hvað síðar verður er allt annað mál. Nú má segja, að spurningar af því tagi sem að framan getur kitli á stundum hégómagirnd manns; á vissan liátt. Maður getur nefnilega — ef mann langar til — tekið þær sem óbeina yfirlýsingu um það, að spyrj- andinn álíti mann geysilega duglegan skríbent; — maður sé „alltaf að skrifa“. En sú ánægja stendur þó að líkindum skamma stund. Tillits- laus raunveruleikinn verður nefnilega ekki umflúinn; þessi: að maður hefur jafnvel ekki tækifæri til að skrifa neitt, hvað þá að vera alltaf að því. (Guð hjálpi líka þeim listamanni, sem alltaf er að. Guð hjálpi þeim, sem ekki kunna að slaka á spennunni — taka sér frí. Og: guð líti ekki síður í náð til hinna, sem ekki geta gefið sig óskipta að hæfileikum sínum og köllun. Sú staðreynd, að fjölmargir góðir listamenn geta það ein- mitt ekki — söknm brauðstrits — er jafn óhugnanleg í dag og hún hefur ætíð verið. Og það er m. a. ein ástæðan íyrir því, að hæfileikamikill og í eðli sínu starfsamur höfundur skrifar jafnvel eklci neitt, a. m. k. ekki nema endrum og eins. Tími hans fer kannski í skrifstofusetur, afgreiðslustörf, tungumálakennslu, prófarkalestur — að ógleymdri söfnun skulda; já, livurt veit hvað — nema sízt til þess sem maðurinn vill. A efri árum sínum setti ritstjórinn Jón Olafsson saman vísukorn, sem er einhvernveginn svona: Ungum lék mér löngun á að lifa til að skrifa. Sköp því hafa skipt, — ég má skrifa til að lifa.) Það er neínilega þetta — að „skrifa“... Kannski er rithöfundur „alltaf að skrifa“; kannski er það m. a. s. orðið að tragedíu í lífi hans. Að skrifa — ekki það sem hann vill, heldur það sem liann jafnvel kærir sig sízt um. Þessa stundina er mér nærtækt dæmi um ungan íslenzkan rithöfund, sem lifir að miklu leyti á þýðingum væminna ástar- og lífs- reynslufrásagna; níu af hverjum tíu vinnustundum hans fara í allt aðrar skriftir en samningu eigin verka eða undirbúning þeirra. — og nú mun einhver spyrja:Hversvegna fer maðurinn ekki á sjó? Afhverju kynnist hann ekki þjóðlífinu með því að taka þátt í störfum þess?------------- Þeir sem þannig spyrja eru oft svo einlægir (en oft urn leið einfaldir), að þeir eiga fyllilega skilið að spurningum þeirra sé svarað sem sannast og ýtarlegast. Eg fvrir mitt leyti respektera einlægni, einnig þegar hún ber vott um heimsku og skilningsleysi; ég get ekki annað. Aftur á móti er ekki alltaf auðvelt að svara einfeldnislegum spurningum í stuttu máli, jafnvel þótt maður viti svarið manna bezt. — í tilefni af þessu greinar- korni vil ég þó nota tækifærið til að svara tveim síðustu spurningunum — að því leyti sem málið er mér skylt — á þessa leið: Eg fer ekki á sjó,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.