Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 55

Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 55
53 verkið frá sér ánþess að hafa tjáð nákvæmlega það sem hann vildi sagt hafa. Án slíkrar glímu verða góð skáldverk ekki til. * * * Útgefandi og ritstjóri Árbókar mæltust til þess að við segðum eitt- hvað um eigin vinnubrögð í þessum ritgerðum. Þá vandast málið. Það er semsé tiltölulega auðvelt að ræða almennt um þessa hluti og jafnvel koma með ásakanir eða gefa bendingar ánþess að geta sjálfur orðið við þeim kröfum sem maður gerir til annarra. Eg get samt ekki skorazt undan þessu úrþví ég fór að arka hér útá ritvöllinn og skal nú reyna að gera einhverja grein fyrir tildrögum og „tilgangi“ mjög óbrotins ljóðs sem ég orti fyrir nokkrum árum. Kannski varpar það ofurlitlu ljósi yfir það sem fyrir mér vakti hér að framan og leiðir þá jafnframt í ljós erfiðleikana sem hver höfundur reynir að yfir- stíga. Skáldverk sem þarfnast skýringa höfundar er auðvitað misheppnað í þeim skilningi, að honum hefur ekki tekizt að tjá það sem fyrir honum vakti. Ég vona að þær skýringar sem ég ber á borð hér séu óþarfar, og mætti þá skilja þær sem þátt í almennri umræðu um skáldskapinn og markmið lians. Ljóðið heitir „Narkissos og Þyrnirós“ og er svona: Vakna þú til mín vakna, Þyrnirós. Eg kom með morgninum mjúkum skrefum, hjartað harðnað í grimmum örlögum allra þeirra sem sváfu vært í sekri ró, áttu táldraum um töfrandi fegurð sem morgunn veruleikans sneri á svipstund í þjáða vitund. Eg, Narkissos, hef sofið opnum augum, setið við lindina langa æsku dáandi mynd mína í myrkum spegli vatnsins: ég vissi ekkert fegra með feigum mönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.