Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 29

Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 29
27 litla sviðinu í leikhúsinu er enn þann dag í dag leikið fyrir dansi, á stóra sviðinu uppi heyrir það til undantekninga ef leikið er íslenzkt leikrit, og þá eftir þjóðkunna höfunda, liti í heimi er leikhússtjórinn að koma fram fyrir hönd leikhússins, nauðungaruppboð á húsinu er auglýst í Lög- birtingarblaðinu, en utan dyra þarna í Skuggahverfinu hímir lítil álfkona með fjöregg íslenzkra leikbókmennta í barminum — og heim gengur vanvirt leikskáld. Rílcisútvarpið. Þar seildist svarta loppan enn fram þegar ráða þurfti útvarpsstjóra ekki alls fyrir löngu, og lijá þessari stofnun er fimmaura- sjónarmiðið í algleymingi. Fyrir flutningsrétt á smásögu, sem tekur ló til tuttugu mínútur að flytja, greiðir stofnunin höfundinum svipaða upphæð og skósmiðurinn tekur fyrir að sóla eina skó, eða um 100 krónur. Og það tíðkast ekki í þeirri stofnun að efna til samkeppni um eitt eða neitt, undanskilin þó tónlistarsamkeppni við nokkur ljóð Jónasar Hall- grímssonar. I fyrra var útvarpið eftir margra ára þras þvingað með ráðherrabréfi til að leggja í sjóð eins konar skaðabótagreiðslu fyrir ára- tugaflutning á íslenzkum hugverkum sem ekki hafði komið gjald fvrir. Vöxtunum var ákveðið að verja til að stofna bókmenntaverðlaun, tvenn verðlaun að upphæð 8 þúsund krónur, og til þess að koma til greina þurfa menn helzt að vera vinsælir útvarpsmenn eða söluhöfundar sbr. greinargerð við úthlutun verðlaunanna í fyrra, og skulu viðtakendur verja upphæðinni til utanfarar og til þess ætlast að þeir láti útvarpinu í té eitthvert efni úr 1‘erðinni, það þýðir: lýsing á ferðafélögum samfara óþarfa lífshættu á nokkra klukkustunda flugi, því að upphæðin nægir rétt fyrir flugfari til New York eða Rómar, einni pylsu á flugvellinum og fargjaldinu heim aftur samdægurs. Skref og hvatning í rétta átt, ekki er því að neita, en grútarskapur- inn er einstakur. Um dagskrárliði stofnunarinnar hefur verið þrefað svo lengi að sá mælir er löngu fullur. UthlutunarnefncL listamannalauna. Pólitísk nefnd, kosin af stjórn- málaflokkunum og munu listamenn nokkurn veginn sammála um að einn til tveir nefndarmanna eigi tilverurétt í nefndinni og séu sæmilega óvil- hallir í mati sínu á verðleikum listamanna, en hinir tveir eiga ekkert erindi í nefndina annað en það að hygla tryggum fylgismönnum flokka sinna, annar þeirra raunar orðinn svo gamall, að það er líffræðilegl krafta- verk á heimsvísu ef honum er ekki farið að förlast, en Alþingi ræður, og síðan togast á í nefndinni ýmis sjónarmið sem öllum sem til þekkja eru kunn: grímulaus pólitík, hversu lengi hinn eða þessi hafi baukað við list, vinsældir listamannanna meðal fólksins, stundmn verðleikar. En starfs- hættir nefndarinnar hafa frá fyrstu tíð verið því klassíska marki brenndir, að ungu mennirnir eru afskiptir, 5 til 8 þúsund á nef, vitagagnslausar upphæðir sem fara í súginn og skapa engum starfsskilyrði. Engu máli skiptir hvert ris er á verkum þessara ungu manna, sú regla er ófrávíkjan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.